Viðskipti innlent

Minnsti samdráttur ársins á utanferðum Íslendinga

Brottförum Íslendinga í gegnum Leifsstöð fækkaði um 14,6% í október frá sama mánuði fyrir ári, og er það minnsti samdráttur í einum mánuði það sem af er ári.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að samtals voru brottfarir Íslendinga tæplega 25 þúsund í október en voru um 29 þúsund í sama mánuði á árinu 2008.

Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga fækkað um 42%, eða sem nemur um 155 þúsund á milli ára. Þessi þróun kemur ekki á óvart enda hefur kaupmáttur Íslendinga á erlendri grundu snarminnkað og efnahagsleg skilyrði þeirra tekið miklum stakkaskiptum til hins verra, sem hefur haft þau áhrif að landinn hefur snardregið úr utanferðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×