Viðskipti innlent

Grásleppa boðin til kaups í Kína

hrognataka Íslendingar nýta hrognin en henda þrjú þúsund tonnum af fiski.
hrognataka Íslendingar nýta hrognin en henda þrjú þúsund tonnum af fiski.
Útflutningsfyrirtækið Triton stendur fyrir söluátaki á grásleppu í Kína. Liður í því er þátttaka fyrirtækisins í stærstu sjávarútvegssýningu Asíu sem haldin er í Qingdao í Kína.

Í fyrrasumar flutti fyrirtækið út sjötíu tonn af frosinni grásleppu en aðeins hrogn fisksins eru nýtt hérlendis. Þrjú þúsund tonnum af grásleppu er hent á ári hverju hérlendis þrátt fyrir að um gott hráefni sé að ræða.

Að sjávarútvegssýningunni lokinni kynnir fyrirtækið afurðir á þremur völdum hótelum í Shanghaí. Þar verður boðið upp á ýmsa rétti úr íslenskri grásleppu og fleiri íslenskum sjávar­afurðum, til dæmis niður­soðinni þorsklifur. - shá





Fleiri fréttir

Sjá meira


×