Erlent

Bjóða Afríku ódýrt lánsfé

Wen Jiabao Á leiðtogafundi í Egyptalandi. Fréttablaðið/AP
Wen Jiabao Á leiðtogafundi í Egyptalandi. Fréttablaðið/AP

Egyptaland, AP Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir að Afríkuríki fái á næstu þremur árum jafnvirði tíu milljarða Bandaríkjadala að láni á lágum vöxtum.

Hann sagði þetta gert til að koma til móts við gríðarlega fjárþörf Afríkuríkja, en vísaði á bug gagnrýni þess efnis að Kínverjar væru með þessu ekki síður að hugsa um eigin hag en fátæku ríkin í Afríku.

Wen sagði þetta á leiðtogafundi í Egyptalandi, þar sem umdeildir leiðtogar á borð við Robert Mugabe frá Simbabve og Omar al-Bashir frá Súdan voru viðstaddir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×