Viðskipti innlent

Tekist á um Securitas

Pálmi Haraldsson fyrrum eigandi Securitas.
Pálmi Haraldsson fyrrum eigandi Securitas.

Þrotabú Fons vinnur nú að því að hámarka virði eigna búsins en þær eru flestar talsvert veðsettar. Nýi Landsbankinn gerði kröfu í dótturfélag Fons, öryggisfyrirtækið Securitas, og vildi meina að hann ætti veðkröfu í félagið.

Fyrirtækið er verðmætasta innlenda eignin í þrotabúinu. Þessu hafnaði skiptastjóri og hefur málinu nú verið vísað til héraðsdóms Reykjavíkur.

Skiptastjóri hefur átt í viðræðum við Landsbankann um að hefja söluferli á Securitas og söluandvirðið þá varðveitt á sérstökum fjárvörslureikningi þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila fyrir dómstólum.

Staðfesti dómstólar að bankinn eigi ekki veðkröfu í Securitas kemur söluandvirðið til úthlutunar til allra kröfuhafa búsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×