Viðskipti innlent

Byr: Ákvörðun um málshöfðun liggur ekki fyrir

Stjórn Byrs hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi um málshöfðun gegn MP Banka. Í fréttinni kom fram að Exeter Holdings, í samvinnu við stjórn Byrs sparisjóðs, ætli að stefna MP banka vegna sölu hans á stofnfjárbréfum í Byr skömmu eftir bankahrun. Stjórnin segir hins vegar að ákvörðun um málshöfðun liggi ekki fyrir.

„Stjórn Byrs hefur átt í góðum samskiptum við Exeter Holdings um málið sl. vikur," segir í tilkynningunni. „Meginmarkmið stjórnar er að vinna málið með þeim hætti að það fái farsælan endi fyrir Byr. Hins vegar hefur aðild að málshöfðun gegn MP banka ekki verið rædd innan stjórnar og því engin ákvörðun verið tekin í þeim efnum."

Að lokum segir að stjórn Byrs leggi áherslu á mikilvægi þess að vinna verkið vel og vandlega þar sem miklir hagsmunir eru í húfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×