Lífsspursmál 16. desember 2009 06:00 Steinar Rafn Garðarsson skrifar um lengdan útkallstíma slökkviliðs. Slökkvilið Hveragerðis hefur um langa hríð sinnt klippu-útköllum vegna umferðarslysa á Suðurlandsvegi og Hellisheiði ásamt öðrum vegum í Ölfusi. Slökkvilið Hveragerðis er ákaflega sterkt á þessu sviði og á mjög öflugan og góðan búnað til þessara starfa, búnað í hæsta gæðaflokki. Slökkvilið Hveragerðis hefur einna mesta þekkingu og reynslu af klippu-störfum af slökkviliðum á Suðurlandi vegna fjölda alvarlegra umferðarslysa á þeirra svæði, auk þess eru slökkviliðsmenn liðsins með mikla reynslu og menntun á þessu sviði. Hefur liðið haft á sér mjög gott orð fyrir fagleg, snögg og góð störf á vettvangi. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti og jafnframt einn hættulegasti vegur landsins. Á síðustu árum hefur fjöldi alvarlegra umferðarslysa orðið á vegkaflanum frá Litlu kaffistofunni að Ingólfsfjalli. Á árunum 2007 og 2008 var slökkvilið Hveragerðis kallað út um 24 sinnum með klippur til björgunar á fólki úr bílflökum og voru flest þessara útkalla á þessum hluta Suðurlandsvegar, en af þessum 24 útköllum voru 5 banaslys. Um síðustu áramót sagði sveitarfélagið Ölfus upp þjónustusamningi sem sveitarfélagið hafði gert við Hveragerðisbæ um rekstur slökkviliðsins, þjónustu sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölfusi fram til þessa. Sveitarstjórn Ölfuss undirritaði nú á dögunum samning við Brunavarnir Árnessýslu um að BÁ taki við öllum þeim verkefnum sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölfusi. Nánar tiltekið hefur slökkvilið Hveragerðis séð um öll klippu-störf í Ölfusinu og um allar brunavarnir á því svæði sem nær hefur verið Hveragerði en Þorlákshöfn. Um næstu áramót taka Brunavarnir Árnessýslu (BÁ) Selfossi við þessari þjónustu og kemur það til með að lengja útkallstíma vegna umferðarslysa á þjóðvegi 1 verulega. Svæðið nær allt frá Ingólfsfjalli að Litlu kaffistofunni, Þrengslunum og öllum öðrum vegum í Ölfusi. Viðbragðstími slökkviliðs Hveragerðis er með því besta sem gerist í hlutastarfandi slökkviliðum og hefur það í mörgum tilvikum verið á undan bæði lögreglu og sjúkraliði á vettvang. Kemur útkallstími til með að lengjast verulega og sem dæmi má nefna að þegar þörf verður á að kalla til klippur vegna alvarlegs umferðarslyss á Hellisheiði tekur það slökkvibíl frá BÁ allt að 15 til 20 mínútum lengur að komast á vettvang heldur en slökkvibíl frá Hveragerði. Þetta er tími sem ekki má missa þegar um alvarleg umferðarslys er að ræða og fólk er í bráðri lífshættu því þá skiptir hver mínúta miklu máli og getur undirritaður vart til þess hugsað hvaða afleiðingar þessi aukna bið getur haft í för með sér. Undirritaður er starfandi sjúkraflutningamaður og þekkir því vel hvað lengri bið eftir aðstoð getur þýtt þegar kemur að björgun mannslífa. Er það von mín, og margra annarra, að yfirstjórn Brunavarna Árnessýslu og sveitarstjórn Ölfuss taki þessa hluti til skoðunar og láti til hliðar alla samkeppni og hrepparíg og hugsi fyrst og fremst um hag þeirra einstaklinga sem munu þurfa á þessari aðstoð að halda. Tryggjum vegfarendum áfram öruggustu og fljótusu þjónustuna með samningi við slökkvilið Hveragerðis á þeim svæðum sem slökkvilið Hveragerðis er fljótara á vettvang. ÞAÐ ER LÍFSSPURSMÁL! Höfundur er EMT-I og formaður Brunavarðafélags Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Steinar Rafn Garðarsson skrifar um lengdan útkallstíma slökkviliðs. Slökkvilið Hveragerðis hefur um langa hríð sinnt klippu-útköllum vegna umferðarslysa á Suðurlandsvegi og Hellisheiði ásamt öðrum vegum í Ölfusi. Slökkvilið Hveragerðis er ákaflega sterkt á þessu sviði og á mjög öflugan og góðan búnað til þessara starfa, búnað í hæsta gæðaflokki. Slökkvilið Hveragerðis hefur einna mesta þekkingu og reynslu af klippu-störfum af slökkviliðum á Suðurlandi vegna fjölda alvarlegra umferðarslysa á þeirra svæði, auk þess eru slökkviliðsmenn liðsins með mikla reynslu og menntun á þessu sviði. Hefur liðið haft á sér mjög gott orð fyrir fagleg, snögg og góð störf á vettvangi. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti og jafnframt einn hættulegasti vegur landsins. Á síðustu árum hefur fjöldi alvarlegra umferðarslysa orðið á vegkaflanum frá Litlu kaffistofunni að Ingólfsfjalli. Á árunum 2007 og 2008 var slökkvilið Hveragerðis kallað út um 24 sinnum með klippur til björgunar á fólki úr bílflökum og voru flest þessara útkalla á þessum hluta Suðurlandsvegar, en af þessum 24 útköllum voru 5 banaslys. Um síðustu áramót sagði sveitarfélagið Ölfus upp þjónustusamningi sem sveitarfélagið hafði gert við Hveragerðisbæ um rekstur slökkviliðsins, þjónustu sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölfusi fram til þessa. Sveitarstjórn Ölfuss undirritaði nú á dögunum samning við Brunavarnir Árnessýslu um að BÁ taki við öllum þeim verkefnum sem slökkvilið Hveragerðis hefur séð um í sveitarfélaginu Ölfusi. Nánar tiltekið hefur slökkvilið Hveragerðis séð um öll klippu-störf í Ölfusinu og um allar brunavarnir á því svæði sem nær hefur verið Hveragerði en Þorlákshöfn. Um næstu áramót taka Brunavarnir Árnessýslu (BÁ) Selfossi við þessari þjónustu og kemur það til með að lengja útkallstíma vegna umferðarslysa á þjóðvegi 1 verulega. Svæðið nær allt frá Ingólfsfjalli að Litlu kaffistofunni, Þrengslunum og öllum öðrum vegum í Ölfusi. Viðbragðstími slökkviliðs Hveragerðis er með því besta sem gerist í hlutastarfandi slökkviliðum og hefur það í mörgum tilvikum verið á undan bæði lögreglu og sjúkraliði á vettvang. Kemur útkallstími til með að lengjast verulega og sem dæmi má nefna að þegar þörf verður á að kalla til klippur vegna alvarlegs umferðarslyss á Hellisheiði tekur það slökkvibíl frá BÁ allt að 15 til 20 mínútum lengur að komast á vettvang heldur en slökkvibíl frá Hveragerði. Þetta er tími sem ekki má missa þegar um alvarleg umferðarslys er að ræða og fólk er í bráðri lífshættu því þá skiptir hver mínúta miklu máli og getur undirritaður vart til þess hugsað hvaða afleiðingar þessi aukna bið getur haft í för með sér. Undirritaður er starfandi sjúkraflutningamaður og þekkir því vel hvað lengri bið eftir aðstoð getur þýtt þegar kemur að björgun mannslífa. Er það von mín, og margra annarra, að yfirstjórn Brunavarna Árnessýslu og sveitarstjórn Ölfuss taki þessa hluti til skoðunar og láti til hliðar alla samkeppni og hrepparíg og hugsi fyrst og fremst um hag þeirra einstaklinga sem munu þurfa á þessari aðstoð að halda. Tryggjum vegfarendum áfram öruggustu og fljótusu þjónustuna með samningi við slökkvilið Hveragerðis á þeim svæðum sem slökkvilið Hveragerðis er fljótara á vettvang. ÞAÐ ER LÍFSSPURSMÁL! Höfundur er EMT-I og formaður Brunavarðafélags Hveragerðis.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar