Fyrirmyndarlottó 16. desember 2009 06:00 Ágúst Guðmundsson skrifar um lottó. Bretar halda því gjarnan fram að þeirra lotterí sé það árangursríkasta í Evrópu, og ýmislegt bendir til þess að það sé ekki fjarri lagi. Frá upphafi hefur það varið 23 milljörðum punda í „góð málefni“, sem svo kallast, en það reiknast á okkar ótrúlega gengi 4.662 milljarðar íslenskir. Á síðasta ári skiptist féð í stórum dráttum þannig á milli góðu málefnanna: Heilbrigðismál, menntun, umhverfis- og góðgerðarmál 50% Íþróttir 16,67% Listir 16,67% Þjóðararfur 16,67% Það sem Íslendingum kann að virðast athyglisvert er að þarna standa listirnar jafnfætis íþróttunum. Þjóðararfleifðinni eru gerð sömu skil, enda kostar ekki lítið að halda við höllum og skrúðgörðum, sem síðan skilar sér að einhverju leyti aftur með ferðamannastraumnum. Á þetta er bent svo að fólki sé ljóst að íslenska fyrirkomulagið, að stærsti hluti lottópeninganna fari í að styrkja íþróttir, telst til undantekninga í okkar heimshluta. Víðast hvar eru þessar tekjur einnig notaðar til að styrkja menningarlífið, bæði innviði þess og einstaka viðburði. Einn kosturinn við lottóið felst í því að unnt er að bregðast við af örlæti þegar mikið liggur við. Þegar stór átaksefni koma upp getur þessi öflugi sjóður komið að verulegu liði. Í Bretlandi má nefna sem dæmi fyrirhugaða Ólympíuleika, og þar er verið að tala um háar upphæðir. En margvíslegir menningarviðburðir hafa einnig notið góðs af lottóinu, jafnt stórir sem smáir. Vitaskuld er auðvelt að benda á verðug verkefni innan íþrótta hérlendis, en þau er líka að finna í menningunni. Nefna má bókastefnuna í Frankfurt, þar sem Ísland verður í heiðurssæti árið 2011, nú eða bara Listahátíð, sem hefur misst umtalsverðan stuðning frá einkageiranum, rétt eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er vissulega rétt að íþróttirnar hafa misst af stuðningi margra fyrirtækja, en það sama má ekki síður segja um menningarmálin. Um árabil var reiknað með því að einkageirinn sæi um vöxtinn í ýmsum listgreinum, og líklega er þar að finna ástæðu þess að víða stillti ríkisvaldið hækkunum á framlagi sínu í hóf á meðan best áraði. Með hruninu fór botninn úr þessu annars ágæta fyrirkomulagi, rétt eins og það gerði hjá fleiri aðilum, m.a. íþróttahreyfingunni. Kannski það sé ekki svo ósanngjarnt að hafa þessa helmingaskiptingu á milli íþrótta og lista, þegar kemur að lottóinu. Það virðist gefast vel í Bretlandi. Því ekki líka hér á Íslandi? Öfugt við Íslendinga eru Bretar ófeimnir að upplýsa í hvað peningarnir fara og nota það stöðugt í auglýsingum fyrir lottóið. Áður en dráttur fer fram eru kynnt málefni sem notið hafa stuðnings, og er þar af ýmsu að taka. Þeir sem unna listum og menningu vita að þeirra hugðarefni njóta góðs af þessari starfsemi ekki síður en þeir sem unna íþróttunum. Og það held ég að efli þessa fjáröflunaraðferð og eigi sinn þátt í vinsældum hennar og velgengni í Bretlandi. Höfundur forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ágúst Guðmundsson skrifar um lottó. Bretar halda því gjarnan fram að þeirra lotterí sé það árangursríkasta í Evrópu, og ýmislegt bendir til þess að það sé ekki fjarri lagi. Frá upphafi hefur það varið 23 milljörðum punda í „góð málefni“, sem svo kallast, en það reiknast á okkar ótrúlega gengi 4.662 milljarðar íslenskir. Á síðasta ári skiptist féð í stórum dráttum þannig á milli góðu málefnanna: Heilbrigðismál, menntun, umhverfis- og góðgerðarmál 50% Íþróttir 16,67% Listir 16,67% Þjóðararfur 16,67% Það sem Íslendingum kann að virðast athyglisvert er að þarna standa listirnar jafnfætis íþróttunum. Þjóðararfleifðinni eru gerð sömu skil, enda kostar ekki lítið að halda við höllum og skrúðgörðum, sem síðan skilar sér að einhverju leyti aftur með ferðamannastraumnum. Á þetta er bent svo að fólki sé ljóst að íslenska fyrirkomulagið, að stærsti hluti lottópeninganna fari í að styrkja íþróttir, telst til undantekninga í okkar heimshluta. Víðast hvar eru þessar tekjur einnig notaðar til að styrkja menningarlífið, bæði innviði þess og einstaka viðburði. Einn kosturinn við lottóið felst í því að unnt er að bregðast við af örlæti þegar mikið liggur við. Þegar stór átaksefni koma upp getur þessi öflugi sjóður komið að verulegu liði. Í Bretlandi má nefna sem dæmi fyrirhugaða Ólympíuleika, og þar er verið að tala um háar upphæðir. En margvíslegir menningarviðburðir hafa einnig notið góðs af lottóinu, jafnt stórir sem smáir. Vitaskuld er auðvelt að benda á verðug verkefni innan íþrótta hérlendis, en þau er líka að finna í menningunni. Nefna má bókastefnuna í Frankfurt, þar sem Ísland verður í heiðurssæti árið 2011, nú eða bara Listahátíð, sem hefur misst umtalsverðan stuðning frá einkageiranum, rétt eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er vissulega rétt að íþróttirnar hafa misst af stuðningi margra fyrirtækja, en það sama má ekki síður segja um menningarmálin. Um árabil var reiknað með því að einkageirinn sæi um vöxtinn í ýmsum listgreinum, og líklega er þar að finna ástæðu þess að víða stillti ríkisvaldið hækkunum á framlagi sínu í hóf á meðan best áraði. Með hruninu fór botninn úr þessu annars ágæta fyrirkomulagi, rétt eins og það gerði hjá fleiri aðilum, m.a. íþróttahreyfingunni. Kannski það sé ekki svo ósanngjarnt að hafa þessa helmingaskiptingu á milli íþrótta og lista, þegar kemur að lottóinu. Það virðist gefast vel í Bretlandi. Því ekki líka hér á Íslandi? Öfugt við Íslendinga eru Bretar ófeimnir að upplýsa í hvað peningarnir fara og nota það stöðugt í auglýsingum fyrir lottóið. Áður en dráttur fer fram eru kynnt málefni sem notið hafa stuðnings, og er þar af ýmsu að taka. Þeir sem unna listum og menningu vita að þeirra hugðarefni njóta góðs af þessari starfsemi ekki síður en þeir sem unna íþróttunum. Og það held ég að efli þessa fjáröflunaraðferð og eigi sinn þátt í vinsældum hennar og velgengni í Bretlandi. Höfundur forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar