Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200% Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 11:03 Steingrímur segir að menn hafi vanmetið skuldastöðuna í haust. Mynd/Daníel Rúnarsson Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi í 240% þá gæti landið ekki staðið undir slíkum skuldum. Steingrímur segir að ríkissjóður eigi að geta staðið við sínar skuldbindingar þó að hlutfall lána ríkissjóðs af landsframleiðslu fari í 125%. Þetta kom fram á Morgunvakt Rásar 2 í morgun. Aðspurður um hver raunveruleg skuldastaða þjóðarbúsins sé, segir Steingrímur: „Það kemur í ljós þegar úrvinnsla mála í bönkunum liggur fyrir. Það eru miklar eignir sem enn eru bókfærðar í bönkunum og líklega þarf að afskrifa hluta af þeim eignum. Þá stöndum við eftir með hinar raunverulegu hreinu skuldir rekstrarfélaganna sem enn eru til og þá á skuldastaðan að koma betur í ljós," segir Steingrímur. „Fyrr í vetur vanmátu menn eða gleymdu skuldum sveitarfélaga, orkufélaga og slíku. Nú er þetta orðið betur kortlagt af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjálfur var ég ekki í nokkrum vafa um það að þá var um að ræða vanmat á skuldum ríkisins og þjóðarbúsins," segir Steingrímur. Hvað gerist ef við höfnum Icesave? „Ef við höfnum Icesave og leysum ekki úr okkar deilumálum óttast ég að við þurfum að draga upp hvíta fánann og fara til Parísar. Ég vil að við berjumst til þrautar og reynum að standa við skuldbindingar okkar. Ef við sjáum það eftir nokkur ár að við ráðum ekki við skuldbindingarnar þá eigum við þann kost að semja aftur við okkar viðsemjendur, um aðstoð og greiðsluaðlögun," segir fjármálaráðherra. Steingrímur segir að ríkisfjármálin séu að komast á réttan kjöl og það styttist í að afgreiðslu bankanna ljúki. Hann væntir þess einnig að fjárlög ríkisins muni skila afgangi árið 2013. „Það gæti komið sú staða að við þyrftum að lengja lánin og fá niðurfellingu vaxta. Allt núverandi "prógram" strandar ef við fellum Icesave samninginn, málin komast í óvissu og upplausn. Eins og ég sagði í gær, þá kemur Október aftur. Í hreinskilni sagt þá held ég að næsta ár verði mjög erfitt og um mitt næsta ár ættum við að vera komin í gegnum versta hjallann. Þrátt fyrir það verða næstu ár ansi erfið og næstu þrjú til fimm ár verða ákveðinn uppbyggingartími í efnahagslífi þjóðarinnar," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Tengdar fréttir Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. 1. júlí 2009 18:34 Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2. júlí 2009 12:13 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi í 240% þá gæti landið ekki staðið undir slíkum skuldum. Steingrímur segir að ríkissjóður eigi að geta staðið við sínar skuldbindingar þó að hlutfall lána ríkissjóðs af landsframleiðslu fari í 125%. Þetta kom fram á Morgunvakt Rásar 2 í morgun. Aðspurður um hver raunveruleg skuldastaða þjóðarbúsins sé, segir Steingrímur: „Það kemur í ljós þegar úrvinnsla mála í bönkunum liggur fyrir. Það eru miklar eignir sem enn eru bókfærðar í bönkunum og líklega þarf að afskrifa hluta af þeim eignum. Þá stöndum við eftir með hinar raunverulegu hreinu skuldir rekstrarfélaganna sem enn eru til og þá á skuldastaðan að koma betur í ljós," segir Steingrímur. „Fyrr í vetur vanmátu menn eða gleymdu skuldum sveitarfélaga, orkufélaga og slíku. Nú er þetta orðið betur kortlagt af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjálfur var ég ekki í nokkrum vafa um það að þá var um að ræða vanmat á skuldum ríkisins og þjóðarbúsins," segir Steingrímur. Hvað gerist ef við höfnum Icesave? „Ef við höfnum Icesave og leysum ekki úr okkar deilumálum óttast ég að við þurfum að draga upp hvíta fánann og fara til Parísar. Ég vil að við berjumst til þrautar og reynum að standa við skuldbindingar okkar. Ef við sjáum það eftir nokkur ár að við ráðum ekki við skuldbindingarnar þá eigum við þann kost að semja aftur við okkar viðsemjendur, um aðstoð og greiðsluaðlögun," segir fjármálaráðherra. Steingrímur segir að ríkisfjármálin séu að komast á réttan kjöl og það styttist í að afgreiðslu bankanna ljúki. Hann væntir þess einnig að fjárlög ríkisins muni skila afgangi árið 2013. „Það gæti komið sú staða að við þyrftum að lengja lánin og fá niðurfellingu vaxta. Allt núverandi "prógram" strandar ef við fellum Icesave samninginn, málin komast í óvissu og upplausn. Eins og ég sagði í gær, þá kemur Október aftur. Í hreinskilni sagt þá held ég að næsta ár verði mjög erfitt og um mitt næsta ár ættum við að vera komin í gegnum versta hjallann. Þrátt fyrir það verða næstu ár ansi erfið og næstu þrjú til fimm ár verða ákveðinn uppbyggingartími í efnahagslífi þjóðarinnar," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Tengdar fréttir Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. 1. júlí 2009 18:34 Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2. júlí 2009 12:13 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. 1. júlí 2009 18:34
Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2. júlí 2009 12:13