Rio Tinto lýkur einni stærstu hlutafjáraukningu sögunnar 3. júlí 2009 13:28 Námurisinn Rio Tinto, sem m.a. rekur álverið í Straumsvík, lauk í dag við eina stærstu hlutfjáraukningu sögunnar. Alls voru rúmlega 15 milljarðar dollara, eða tæplega 1.900 milljarða kr., í boði og keyptu núverandi hluthafar félagsins í Bretlandi og Ástralíu nær allt þetta magn. Í Bretlandi keyptu núverandi hluthafar rétt tæp 97% af því sem þeir áttu rétt á og í Ástralíu var hlutfallið tæp 95% að því er segir í frétt um málið á Reuters. Það sem eftir stendur verður svo selt af þeim bönkum sem sáu um útboðið. Bankarnir sem hér um ræðir eru m.a. Credit Suisse, JP Morgan, Morgan Stanley, RBS og Deutsche Bank. Þeir samtals 420 milljónir dollara í sinn hlut auk ágóðans af sölu þeirra hluta sem eftir standa. Rio Tinto fór út í hlutafjáraukninguna eftir að samningur um kaup kínverska álrisans Chinalco á stórum hlut í félaginu náði ekki fram að ganga. Rio Tinto þarf á framangreindri fjárhæð að halda til að greiða niður skuldir sínar sem nú nema 38 milljörðum dollara. Megnið af þeim skuldum stafa frá yfirtöku Rio Tinto á kanadíska álfélaginu Alcan árið 2007. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Námurisinn Rio Tinto, sem m.a. rekur álverið í Straumsvík, lauk í dag við eina stærstu hlutfjáraukningu sögunnar. Alls voru rúmlega 15 milljarðar dollara, eða tæplega 1.900 milljarða kr., í boði og keyptu núverandi hluthafar félagsins í Bretlandi og Ástralíu nær allt þetta magn. Í Bretlandi keyptu núverandi hluthafar rétt tæp 97% af því sem þeir áttu rétt á og í Ástralíu var hlutfallið tæp 95% að því er segir í frétt um málið á Reuters. Það sem eftir stendur verður svo selt af þeim bönkum sem sáu um útboðið. Bankarnir sem hér um ræðir eru m.a. Credit Suisse, JP Morgan, Morgan Stanley, RBS og Deutsche Bank. Þeir samtals 420 milljónir dollara í sinn hlut auk ágóðans af sölu þeirra hluta sem eftir standa. Rio Tinto fór út í hlutafjáraukninguna eftir að samningur um kaup kínverska álrisans Chinalco á stórum hlut í félaginu náði ekki fram að ganga. Rio Tinto þarf á framangreindri fjárhæð að halda til að greiða niður skuldir sínar sem nú nema 38 milljörðum dollara. Megnið af þeim skuldum stafa frá yfirtöku Rio Tinto á kanadíska álfélaginu Alcan árið 2007.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira