Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár 25. ágúst 2009 11:30 Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana. Mynd/ AFP. Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira