Viðskipti innlent

Uppgjör: HB Grandi á góðri siglingu fyrrihluta ársins

Hagnaður HB Granda eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rétt rúmum sex milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 10,8 milljörðum kr.

Í tilkynningu segir að rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2009 námu 56,7 milljónum evra, eða um 10,4 milljörðum kr., samanborið við 62,9 milljónir evra árið áður.

Lækkun tekna á milli ára skýrist einkum af lægri afurðaverðum í erlendri mynt og loðnuvertíðarbresti, sem þó var að hluta veginn upp af aukinni veiði á norsk-íslenskri síld, makríl og gulldeplu.

Í skipastól HB Granda hf. eru 5 frystitogarar, 3 ísfisktogarar og 4 uppsjávarfiskveiðiskip. Á fyrri helmingi ársins 2009 var afli skipa félagsins 25 þúsund tonn af botnfiski og 45 þúsund tonn af uppsjávarfiski.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×