Viðskipti innlent

Efna til samkeppni í tölvuleikjagerð

Kristján friðbertsson Segir góða hugmynd á byrjunarstigi betri en vondahugmynd á lokastigi.Fréttablaðið/gva
Kristján friðbertsson Segir góða hugmynd á byrjunarstigi betri en vondahugmynd á lokastigi.Fréttablaðið/gva

Samtök tölvuleikjaframleiðenda á Íslandi, IGI, efna til samkeppni í tölvuleikjagerð nú í vikunni. Keppninni verður hleypt af stokkunum fimmtudaginn 5. nóvember en keppendur hafa frest þar til í mars á næsta ári til að skila inn sínu innleggi.

Samtök tölvuleikjaframleiðenda eru tiltölulega nýstofnuð grasrótarsamtök. Kristján Friðbertsson hefur ásamt Elísabetu Grétarsdóttur haft yfirumsjón með skipulagningu keppninnar. „Þegar samtökin voru stofnuð lögðum við upp með að halda árlega tölvuleikjakeppni,“ segir Kristján. „Við höfum verið að undirbúa þetta upp á síðkastið en hleypum þessu af stað núna á fimmtudaginn.“

Kristján segir að keppendur hafi algjörlega frjálsar hendur. „Við erum að leita að hverju sem er, það er allt undir. Þetta þarf ekki endilega að vera fullkláruð útgáfa af leiknum, heldur er líka hægt að leggja fram góða hönnun eða vel útfærða hugmynd; góð hugmynd á byrjunarstigi er betri en vond hugmynd á lokastigi.“

Keppnin er öllum opin, þátttaka er ókeypis og keppendur þurfa ekki að skrá sig til leiks fyrr en þeir skila inn sínu framlagi. Byrjendum stendur til boða að mæta í mánaðarlega vinnusmiðju til að læra grunnatriði tölvuleikjagerðar. Nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Samtaka tölvuleikjaframleiðenda igi.is.- bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×