Viðskipti innlent

Landsbankinn um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja

Landsbanki Íslands
Landsbanki Íslands
Frumvarp um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins var samþykkt frá Alþingi í dag og taka lögin gildi 1. nóvember. Að mati Landsbankans er um að ræða veigamiklar úrbætur fyrir stóran hóp fólks enda er greiðslubyrði verðtryggðra fasteignalána talin lækka um 17% þegar í desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum nú í kvöld. Þar eru síðan talin upp helstu atriði frumvarpsins sem eru eftirfarandi:

- Þak verður sett á greiðslujöfnun lána - lenging vegna greiðslujöfnunar verður að hámarki 3 ár.

- Sjálfvirk greiðslujöfnun tekur gildi frá og með gjalddaga í desember.

- Áætlað er að með greiðslujöfnun verði greiðslubyrði af láni í desember um 17% lægri en ella.

- Lán í frystingu verða sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun þegar frystingin rennur út.

- Landsbankinn mun fyrir 15. nóvember senda bréf til viðskiptavina með nánari upplýsingum um greiðslujöfnunina og áhrif hennar á greiðslubyrði lána.

- Þeir sem ekki kjósa greiðslujöfnun þurfa að tilkynna það bankanum fyrir 20. nóvember. Hægt verður að tilkynna um þetta í einkabanka eða næsta útibúi.

- Einstaklingar með fasteignaveðlán í erlendri mynt eiga einnig kost á greiðslujöfnun en um það þarf að sækja sérstaklega.

- Samkomulag um greiðslujöfnun fasteignaveðlána í erlendri mynt og samkomulag um greiðslujöfnun bílalána og bílasamninga verða undirrituð og kynnt á næstu dögum.

Landsbankinn hvetur viðskiptavini sína til að leita upplýsinga hjá starfsmönnum bankans eða á vef bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×