Ekki drepa málum á dreif Jón Sigurðsson skrifar 23. október 2009 06:00 Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun