Kaupmátturinn og dýrðin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. október 2009 06:00 Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar