Íslendingar og Rúmenar svartsýnastir 14. nóvember 2009 12:19 Svartsýni í skammdeginu. Mynd / Vilhelm. Íslendingar ásamt Rúmenum eru svartsýnastir tuttugu og fjögurra þjóða þar sem spurt var um væntingar fólks til horfa í efnahagsmálum næstu þrjá mánuðina. Heldur hefur þó dregið úr svartsýni þjóðarinnar frá því í júlí í sumar. Íslendingar eru meðal svartsýnustu þjóða þegar spurt er um væntingar fólks um þróun efnahagsmála, samkvæmt alþjóðlegri könnun. Fimmtíu og níu prósent Íslendinga telja að efnahagsástandið muni versna á næstu þremur mánuðum og aðeins 7 prósent þjóðarinnar telja að ástandið muni batna, segir í tilkynningu frá Capacent Gallup. Rúmenar eru jafn svartsýnir á horfur í efnahagsmálum og Íslendingar. Svartsýni Íslendinga hefur þó minnkað frá því í júlí þegar 71 prósent þjóðarinnar taldi að efnahagsástandið myndi versna á næstu þremur mánuðum þar á eftir. Viðhorf almennings í 24 löndum eru borin saman í þessum könnunum. Almennt séð er fólk á heimsvísu aðeins bjartsýnna en í júlí. Það sýnir minna aðhald í eyðslu og lítur framtíðina bjartari augum. Íslendingar eru svartsýnastir ásamt fimm öðrum þjóðum, Argentínumönnum, Búlgörum, Frökkum, Mexíkóum og Rúmenum. Þá er traust fólks í löndunum tuttugu og fjórum á stjórnvöldum heldur að aukast en gerir það ekki á Íslandi. Útgjöld fólks eru alls staðar að dragast saman en þó mest hjá Íslendingum og Mexíkóum. Kreppan hefur alls staðar haft áhrif á andlega líðan fólks og eru Íslendingar kvíðnari og finna fyrir meiri streitu en fólk í öðrum löndum sem könnunin nær til. Að meðaltali segjast 38 til 39 prósent svarenda í löndunum hafa upplifað streitu og kvíða vegna kreppunnar en 43 til 48 prósent Íslendingar kannast við þessar tilfinningar í tengslum við efnahagsástandið. Íslendingar sofa samt betur í kreppunni en aðrar þjóðir, en finna meira fyrir þunglyndi. Hér segjast 42 prósent geta rakið þunglyndi til efnahagsástandsins en í löndunum öllum segjast 17 prósent að meðaltali geta rakið þunglyndi til kreppunnar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Íslendingar ásamt Rúmenum eru svartsýnastir tuttugu og fjögurra þjóða þar sem spurt var um væntingar fólks til horfa í efnahagsmálum næstu þrjá mánuðina. Heldur hefur þó dregið úr svartsýni þjóðarinnar frá því í júlí í sumar. Íslendingar eru meðal svartsýnustu þjóða þegar spurt er um væntingar fólks um þróun efnahagsmála, samkvæmt alþjóðlegri könnun. Fimmtíu og níu prósent Íslendinga telja að efnahagsástandið muni versna á næstu þremur mánuðum og aðeins 7 prósent þjóðarinnar telja að ástandið muni batna, segir í tilkynningu frá Capacent Gallup. Rúmenar eru jafn svartsýnir á horfur í efnahagsmálum og Íslendingar. Svartsýni Íslendinga hefur þó minnkað frá því í júlí þegar 71 prósent þjóðarinnar taldi að efnahagsástandið myndi versna á næstu þremur mánuðum þar á eftir. Viðhorf almennings í 24 löndum eru borin saman í þessum könnunum. Almennt séð er fólk á heimsvísu aðeins bjartsýnna en í júlí. Það sýnir minna aðhald í eyðslu og lítur framtíðina bjartari augum. Íslendingar eru svartsýnastir ásamt fimm öðrum þjóðum, Argentínumönnum, Búlgörum, Frökkum, Mexíkóum og Rúmenum. Þá er traust fólks í löndunum tuttugu og fjórum á stjórnvöldum heldur að aukast en gerir það ekki á Íslandi. Útgjöld fólks eru alls staðar að dragast saman en þó mest hjá Íslendingum og Mexíkóum. Kreppan hefur alls staðar haft áhrif á andlega líðan fólks og eru Íslendingar kvíðnari og finna fyrir meiri streitu en fólk í öðrum löndum sem könnunin nær til. Að meðaltali segjast 38 til 39 prósent svarenda í löndunum hafa upplifað streitu og kvíða vegna kreppunnar en 43 til 48 prósent Íslendingar kannast við þessar tilfinningar í tengslum við efnahagsástandið. Íslendingar sofa samt betur í kreppunni en aðrar þjóðir, en finna meira fyrir þunglyndi. Hér segjast 42 prósent geta rakið þunglyndi til efnahagsástandsins en í löndunum öllum segjast 17 prósent að meðaltali geta rakið þunglyndi til kreppunnar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira