Af meintu brjálæði og píningu Grímur Atlason skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði um skatta í Fréttablaðið í vikunni. Þar kemur nú lítið nýtt fram þegar kemur að skattaumræðu. Klisjurnar eru þarna allar: vinnuletjandi, meiri skattsvik og „minnka umsvif“ hagkerfisins (hvað sem það nú þýðir). Hægrimenn hafa löngum talið skatta af hinu illa. Frjálshyggjufélagið kallar þannig skattatillögur ríkisstjórnarinnar „tilræði“ við landsmenn. Þessar þrepaskiptu tillögur ríkisstjórnarinnar kallar Þorbjörg skattpíningu sem muni dýpka kreppuna. Hvergi er nefnt hvað þetta raunverulega þýðir fyrir skattborgara þessa lands enda virðist það ekki vera áhugamál hægrimanna að upplýsa fólk. Þjóðarbúið fór nærri því á hausinn og því þarf að stoppa upp í 170 milljarða gat. Rétt um 32 þúsund króna viðbótarskattur á þann sem hefur milljón í mánaðarlaun og 17 þúsund krónur á þann sem hefur 600 þúsund eru banatilræðin sem hrópað er yfir. Það er líka vert að halda því til haga að þeir sem hafa minna en 300 þúsund krónur greiða minna en áður ef breytingarnar ná fram að ganga. Þorbjörg lýkur greiningu sinni svona: „Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitarstjórnum að hækka útsvarið til að nýta „ónýtta tekjustofna“. Ónýttir tekjustofnar er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, sem er 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær hækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.“ Já, það er svo sannarlega mikilvægt að allir skilji málin. Það væri t.d. ekki óásættanleg krafa að borgarfulltrúar vissu að hámarksprósenta útsvars er 13,28% en ekki 13,03%. Skattar eru ekki klám og þeir eru ekki af hinu illa. Það má þannig benda á að vinnuþreyttir Íslendingar skila minni framlegð en skattpíndir Danir. Velferðarsamfélög verða ekki til með græðgisvæðingu og hinu svokallaða frelsi. Við erum búin að ganga þá leið og hún skilaði okkur efnahagshruni á heimsmælikvarða. Þorbjörg Helga og vinir hennar í frjálshyggjufélaginu trúa á markaðinn og lausnir hans. Þau trúa líka á einkavinavæðingu og að þeirra vinir séu best til þess fallnir að fara með fjöregg þjóðarinnar. Við sjáum hvert það leiddi okkur, nú er kominn tími fyrir aðrar leiðir, leiðir félagshyggju og velferðar. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði um skatta í Fréttablaðið í vikunni. Þar kemur nú lítið nýtt fram þegar kemur að skattaumræðu. Klisjurnar eru þarna allar: vinnuletjandi, meiri skattsvik og „minnka umsvif“ hagkerfisins (hvað sem það nú þýðir). Hægrimenn hafa löngum talið skatta af hinu illa. Frjálshyggjufélagið kallar þannig skattatillögur ríkisstjórnarinnar „tilræði“ við landsmenn. Þessar þrepaskiptu tillögur ríkisstjórnarinnar kallar Þorbjörg skattpíningu sem muni dýpka kreppuna. Hvergi er nefnt hvað þetta raunverulega þýðir fyrir skattborgara þessa lands enda virðist það ekki vera áhugamál hægrimanna að upplýsa fólk. Þjóðarbúið fór nærri því á hausinn og því þarf að stoppa upp í 170 milljarða gat. Rétt um 32 þúsund króna viðbótarskattur á þann sem hefur milljón í mánaðarlaun og 17 þúsund krónur á þann sem hefur 600 þúsund eru banatilræðin sem hrópað er yfir. Það er líka vert að halda því til haga að þeir sem hafa minna en 300 þúsund krónur greiða minna en áður ef breytingarnar ná fram að ganga. Þorbjörg lýkur greiningu sinni svona: „Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitarstjórnum að hækka útsvarið til að nýta „ónýtta tekjustofna“. Ónýttir tekjustofnar er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, sem er 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær hækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.“ Já, það er svo sannarlega mikilvægt að allir skilji málin. Það væri t.d. ekki óásættanleg krafa að borgarfulltrúar vissu að hámarksprósenta útsvars er 13,28% en ekki 13,03%. Skattar eru ekki klám og þeir eru ekki af hinu illa. Það má þannig benda á að vinnuþreyttir Íslendingar skila minni framlegð en skattpíndir Danir. Velferðarsamfélög verða ekki til með græðgisvæðingu og hinu svokallaða frelsi. Við erum búin að ganga þá leið og hún skilaði okkur efnahagshruni á heimsmælikvarða. Þorbjörg Helga og vinir hennar í frjálshyggjufélaginu trúa á markaðinn og lausnir hans. Þau trúa líka á einkavinavæðingu og að þeirra vinir séu best til þess fallnir að fara með fjöregg þjóðarinnar. Við sjáum hvert það leiddi okkur, nú er kominn tími fyrir aðrar leiðir, leiðir félagshyggju og velferðar. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar