Viðskipti innlent

Gengisvístalan tæpu stigi frá hæsta gildi ársins

Gengi krónunnar heldur áfram að veikjast í dag og er gengisvísitalan nú aðeins tæpu stigi frá hæsta gildi ársins. Vísitalan stendur í rúmlega 238,5 stigum en hún fór hæst í 239,5 stig í ágúst s.l.

Veiking dagsins nemur tæpum 0,4%. Dollarinn kostar rúmar 125 kr., pundið er í tæpum 208 kr. evran er komin í rúmar 186 kr. og danska krónan er búin að rjúfa 25 kr. múrinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×