Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir hirða iðnskóla

Tíu lífeyrissjóðir sem áttu kröfur á fasteignafélagið Nýsi hafa keypt Iðnskólann í Hafnarfirði af Nýsi.

Eins og kunnugt er hefur Nýsir glímt við mikla fjárhagserfiðleika í kjölfar bankahrunsins í fyrrahaust.

Þessi breyting á eignarhaldi á Iðnskólanum var kynnt bæjarráði Hafnarfjarðar, sem kveðst ekki gera athugasemdir við málið. Skólinn er því nú í eigu félagsins Tapers ehf., sem er dótturfélag Rusors ehf. sem er eignarhaldsfélag lífeyrissjóðanna tíu. - gar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×