Viðskipti innlent

Skráningu á nýjum hlutum í Össuri er lokið

Skráningu á hlutafjáraukningu vegna útboðs Össurar hf. á nýjum hlutum að nafnvirði 29.500.000 kr. er lokið. Hlutafjáraukningin hefur verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá.

Í tilkynningu segir að hlutafjáraukningin nemur um 7,0% af hlutafé Össurar hf. fyrir útboðið og um 6,5% af hlutafé félagsins eftir aukninguna. Eftir aukninguna nemur heildarhlutafé Össurar 452.500.000 hlutum, að nafnvirði 1 kr. á hlut, sem svarar til 452.500.000 kr. að nafnvirði.

Samhliða tilkynningunni var því flaggað að eignarhlutur Eyris Invest í Össuri fór undir 20% við hlutafjáraukninguna og stendur nú í 18,9%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×