Næringarfræði á villigötum? 17. desember 2009 06:00 Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun