Óþolandi óréttlæti 23. febrúar 2009 05:00 Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um jöfnunaraðgerðir Konur hafa frá stofnun lýðveldisins verið færri á þingi en karlar. Í dag eru 23 konur á þingi en 40 karlar. Í sveitarstjórnum er hlutfall kvenna svipað, eða um 36%. Ekki er staðan betri í atvinnulífinu. Á athafnaárinu 2007 voru aðeins 8% stjórnarsæta skipuð konum í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það hallar því verulega á konur við stjórnun landsins. Óhætt er að fullyrða að ekki er um tilviljun að ræða, heldur kerfislægt óréttlæti í samfélaginu. Þegar hugmyndir um aukið persónukjör til Alþingis eru skoðaðar er því ástæða til að spyrja hvort við séum nógu langt komin í jafnréttismálum til að valda því að velja kynin jöfnum höndum með slíkum aðferðum. Af illri nauðsyn hafa þeir stjórnmálaflokkar sem láta sig þessi mál varða beitt sértækum aðgerðum eins og fléttulistum og kynjagirðingum í prófkjörum til að bregðast við þeim lýðræðisvanda sem skertur hlutur kvenna í stjórnmálum er. Markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að leggja slíkar aðgerðir af, þegar árangri er náð. Engin rök eru fyrir því að slíkar aðgerðir virki í báðar áttir þ.e. lyfti einnig körlum. Nái konur meiri árangri en karlar í prófkjörum á einstaka framboðslistum, ber að fagna því. Slíkur árangur kvenna kemur þá til, þrátt fyrir kerfislægt óréttlæti. Engin rök eru fyrir því að færa karla upp fyrir konur í slíkum tilvikum, þar sem ekkert kerfislægt óréttlæti hamlar framgangi karla og möguleikum þeirra til áhrifa í samfélaginu. Kjördæmaskipting landsins er svo sjálfstætt vandamál í jafnréttismálum þar sem karlar raða sér að jafnaði í örugg sæti hringinn í kringum landið og konum oftar en ekki skipað í „baráttusætin" sem enda flest sem varaþingmannssæti. Það er því áleitin spurning hvort nauðsynlegt sé að gera landið að einu kjördæmi til að jafnvægi náist milli kynjanna á Alþingi. En þar til óréttlætinu hefur verið útrýmt og jöfnum hlutföllum kynjanna er náð, eiga jöfnunaraðgerðir, sé þeim beitt, aðeins að virka í eina átt. Í átt til kvenfrelsis. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um jöfnunaraðgerðir Konur hafa frá stofnun lýðveldisins verið færri á þingi en karlar. Í dag eru 23 konur á þingi en 40 karlar. Í sveitarstjórnum er hlutfall kvenna svipað, eða um 36%. Ekki er staðan betri í atvinnulífinu. Á athafnaárinu 2007 voru aðeins 8% stjórnarsæta skipuð konum í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það hallar því verulega á konur við stjórnun landsins. Óhætt er að fullyrða að ekki er um tilviljun að ræða, heldur kerfislægt óréttlæti í samfélaginu. Þegar hugmyndir um aukið persónukjör til Alþingis eru skoðaðar er því ástæða til að spyrja hvort við séum nógu langt komin í jafnréttismálum til að valda því að velja kynin jöfnum höndum með slíkum aðferðum. Af illri nauðsyn hafa þeir stjórnmálaflokkar sem láta sig þessi mál varða beitt sértækum aðgerðum eins og fléttulistum og kynjagirðingum í prófkjörum til að bregðast við þeim lýðræðisvanda sem skertur hlutur kvenna í stjórnmálum er. Markmiðið hlýtur þó alltaf að vera að leggja slíkar aðgerðir af, þegar árangri er náð. Engin rök eru fyrir því að slíkar aðgerðir virki í báðar áttir þ.e. lyfti einnig körlum. Nái konur meiri árangri en karlar í prófkjörum á einstaka framboðslistum, ber að fagna því. Slíkur árangur kvenna kemur þá til, þrátt fyrir kerfislægt óréttlæti. Engin rök eru fyrir því að færa karla upp fyrir konur í slíkum tilvikum, þar sem ekkert kerfislægt óréttlæti hamlar framgangi karla og möguleikum þeirra til áhrifa í samfélaginu. Kjördæmaskipting landsins er svo sjálfstætt vandamál í jafnréttismálum þar sem karlar raða sér að jafnaði í örugg sæti hringinn í kringum landið og konum oftar en ekki skipað í „baráttusætin" sem enda flest sem varaþingmannssæti. Það er því áleitin spurning hvort nauðsynlegt sé að gera landið að einu kjördæmi til að jafnvægi náist milli kynjanna á Alþingi. En þar til óréttlætinu hefur verið útrýmt og jöfnum hlutföllum kynjanna er náð, eiga jöfnunaraðgerðir, sé þeim beitt, aðeins að virka í eina átt. Í átt til kvenfrelsis. Höfundur er borgarfulltrúi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun