Vegvísir og heildarsýn Hjálmar Ragnarsson skrifar 6. október 2009 06:00 Þróun háskólanáms á Íslandi hefur verið undraverð síðustu árin, eða allt frá því að lög voru sett um háskóla 1997 sem leyfðu stofnun nýrra háskóla. Með nýju skólunum sköpuðust forsendur fyrir samkeppni á öllum sviðum, nemendur fengu úr meiru að velja, námsframboð margfaldaðist, ný hámenntastörf urðu til, og umræðan um háskóla- og vísindastörf færðist úr þröngum hópum til almennings. Má fullyrða að í engri grein íslensks atvinnulífs hafi verið eins mikill kraftur og eldmóður síðustu árin eins og í starfsemi háskólanna. Nú er hins vegar kominn tími til að hugsa upp á nýtt. Hrun efnahagskerfisins setur strik í reikninginn og gerð er krafa um stórfelldan samdrátt í rekstri skólanna. Það er tekist á um hvernig það skuli gert, og skipast línur í þeirri umræðu eftir almennum lífsviðhorfum og því hvar menn starfa. Forræði gagnvart sjálfstæði, reglufesta gagnvart sveigjanleika, fjölbreytni andstætt fábreytni, einhæfni á móti fjölhæfni - allt átakapólar sem umræðan veltist um. Tillaga um endurskipulagningu háskólakerfisins getur ekki og má ekki snúast um félagslegar lausnir eða tilvist stofnana. Hún getur snúist um hagræði og skilvirkni, sparnað og ráðdeild, gagnsæi og jafnræði, - allt þættir sem skipta miklu máli, en þó fyrst og fremst á hún að snúast um menntunina sjálfa, gæði hennar, fjölbreytni og afköstin; um nemendurna, rannsóknirnar, nýsköpunina og áhrifin inn í samfélagið. Við eigum að spyrja hvaða kröfur við gerum til skólanna, hvaða skyldur það eru sem ríkið og önnur stjórnvöld þurfa að uppfylla, og ekki síst þurfum við að gera kröfur til nemenda skólanna sem þegar upp er staðið er efniviðurinn sem allt byggir á. Undirritaður leggur fram tillögu sem tekur á þessum þáttum. Hún felur í sér róttækar breytingar á rekstrarformi ríkisháskólanna, að losað verði um ráðningafestu starfsmanna, að stjórnvöld skilgreini fyrirhuguð útgjöld sín til háskólamenntunar og rannsókna, og að ströng skilyrði verði sett um skilvirkni háskólanna. Enn fremur gerir hún ráð fyrir að skólarnir standi jafnfætis gagnvart rétti til töku skólagjalda og jafnræðis verði gætt gagnvart skólunum við úthlutanir fjármuna til þróunarstarfs og rannsókna. Þá er það lykilatriði að inntaka nemenda í háskóla verði markvissari og sá réttur afnuminn að nemandi geti innritast sjálfkrafa í háskóladeild.Helstu atriði tillögunnar eru þessi: • Rekstrarform háskóla verði samræmt: sjálfseignarstofnanir. • Losað verði um ráðningafestu starfsmanna: aukinn sveigjanleiki. • Fjöldi greiddra nemendasæta á hverju fræðasviði verði fyrirfram skilgreindur. • Reiknilíkan endurspegli raunverulegan kostnað við rekstur. • Settar verði mælistikur um skilvirkni, þ.m.t. um hámark námstíma og brottfall nemenda. • Inntaka nemenda byggi á prófum, verkefnum og viðtölum. • Gerðar verði reglubundnar og samræmdar kannanir á afdrifum útskrifaðra nemenda. • Sett upp virkt og utanaðkomandi gæðaeftirlit: áhersla á faglegan árangur. • Tölfræði um starfsemi háskólanna á samræmdum forsendum. • Háskólaskrifstofa menntamálaráðuneytis verði efld og fengið aukið hlutverk. • Samstarfsnefnd háskólastigsins gerð virkari og hlutverk hennar betur skilgreint. • Háskólar settir jafnir gagnvart fjárveitingum úr sjóðum ríkisins og njóti sama aðgangs að vernduðum tekjustofnum. • Framlög til rannsókna skilgreind eftir fræðasviðum, rannsóknarfé fylgi hverju nemendasæti. • Skólarnir standi jafnfætis gagnvart innheimtu skólagjalda. • Hámark sett á upphæð námsláns nemanda til greiðslu skólagjalda. • Lán til greiðslu skólagjalda verði takmörkuð við nám í viðurkenndum háskólum. • Háskólum og rannsóknarstofnunum tryggð grunnframlög til rannsókna innan hvers fræðasviðs. • Opinberu rannsóknarfé veitt til samkeppnissjóða, úthlutað á grundvelli samkeppni og jafningjamats. • Rannsóknasjóðir sem tengjast atvinnugreinum og sértækum verkefnum settir undir eina stjórn. • Gerð tímasett áætlun um eflingu rannsókna og nýsköpunar í fyrirtækjum. • Stjórnvöld setji fram tímabundna forgangsröðun um rannsóknarsvið og áherslur í rannsóknum. Uppstokkun háskólakerfisins krefst nýrrar hugsunar og djarfra ákvarðana. Háskólafólk, stjórnmálamenn og aðrir sem um þessi mál véla, verða að hefja sig upp úr fyrirframgefnum skoðunum og pólitískum klisjum, horfa yfir heildina, og meta málin raunsætt, - sjá hvað er hægt og hvað er ekki hægt, og svo hrinda í framkvæmd því sem menn trúa að sé fyrir bestu. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þróun háskólanáms á Íslandi hefur verið undraverð síðustu árin, eða allt frá því að lög voru sett um háskóla 1997 sem leyfðu stofnun nýrra háskóla. Með nýju skólunum sköpuðust forsendur fyrir samkeppni á öllum sviðum, nemendur fengu úr meiru að velja, námsframboð margfaldaðist, ný hámenntastörf urðu til, og umræðan um háskóla- og vísindastörf færðist úr þröngum hópum til almennings. Má fullyrða að í engri grein íslensks atvinnulífs hafi verið eins mikill kraftur og eldmóður síðustu árin eins og í starfsemi háskólanna. Nú er hins vegar kominn tími til að hugsa upp á nýtt. Hrun efnahagskerfisins setur strik í reikninginn og gerð er krafa um stórfelldan samdrátt í rekstri skólanna. Það er tekist á um hvernig það skuli gert, og skipast línur í þeirri umræðu eftir almennum lífsviðhorfum og því hvar menn starfa. Forræði gagnvart sjálfstæði, reglufesta gagnvart sveigjanleika, fjölbreytni andstætt fábreytni, einhæfni á móti fjölhæfni - allt átakapólar sem umræðan veltist um. Tillaga um endurskipulagningu háskólakerfisins getur ekki og má ekki snúast um félagslegar lausnir eða tilvist stofnana. Hún getur snúist um hagræði og skilvirkni, sparnað og ráðdeild, gagnsæi og jafnræði, - allt þættir sem skipta miklu máli, en þó fyrst og fremst á hún að snúast um menntunina sjálfa, gæði hennar, fjölbreytni og afköstin; um nemendurna, rannsóknirnar, nýsköpunina og áhrifin inn í samfélagið. Við eigum að spyrja hvaða kröfur við gerum til skólanna, hvaða skyldur það eru sem ríkið og önnur stjórnvöld þurfa að uppfylla, og ekki síst þurfum við að gera kröfur til nemenda skólanna sem þegar upp er staðið er efniviðurinn sem allt byggir á. Undirritaður leggur fram tillögu sem tekur á þessum þáttum. Hún felur í sér róttækar breytingar á rekstrarformi ríkisháskólanna, að losað verði um ráðningafestu starfsmanna, að stjórnvöld skilgreini fyrirhuguð útgjöld sín til háskólamenntunar og rannsókna, og að ströng skilyrði verði sett um skilvirkni háskólanna. Enn fremur gerir hún ráð fyrir að skólarnir standi jafnfætis gagnvart rétti til töku skólagjalda og jafnræðis verði gætt gagnvart skólunum við úthlutanir fjármuna til þróunarstarfs og rannsókna. Þá er það lykilatriði að inntaka nemenda í háskóla verði markvissari og sá réttur afnuminn að nemandi geti innritast sjálfkrafa í háskóladeild.Helstu atriði tillögunnar eru þessi: • Rekstrarform háskóla verði samræmt: sjálfseignarstofnanir. • Losað verði um ráðningafestu starfsmanna: aukinn sveigjanleiki. • Fjöldi greiddra nemendasæta á hverju fræðasviði verði fyrirfram skilgreindur. • Reiknilíkan endurspegli raunverulegan kostnað við rekstur. • Settar verði mælistikur um skilvirkni, þ.m.t. um hámark námstíma og brottfall nemenda. • Inntaka nemenda byggi á prófum, verkefnum og viðtölum. • Gerðar verði reglubundnar og samræmdar kannanir á afdrifum útskrifaðra nemenda. • Sett upp virkt og utanaðkomandi gæðaeftirlit: áhersla á faglegan árangur. • Tölfræði um starfsemi háskólanna á samræmdum forsendum. • Háskólaskrifstofa menntamálaráðuneytis verði efld og fengið aukið hlutverk. • Samstarfsnefnd háskólastigsins gerð virkari og hlutverk hennar betur skilgreint. • Háskólar settir jafnir gagnvart fjárveitingum úr sjóðum ríkisins og njóti sama aðgangs að vernduðum tekjustofnum. • Framlög til rannsókna skilgreind eftir fræðasviðum, rannsóknarfé fylgi hverju nemendasæti. • Skólarnir standi jafnfætis gagnvart innheimtu skólagjalda. • Hámark sett á upphæð námsláns nemanda til greiðslu skólagjalda. • Lán til greiðslu skólagjalda verði takmörkuð við nám í viðurkenndum háskólum. • Háskólum og rannsóknarstofnunum tryggð grunnframlög til rannsókna innan hvers fræðasviðs. • Opinberu rannsóknarfé veitt til samkeppnissjóða, úthlutað á grundvelli samkeppni og jafningjamats. • Rannsóknasjóðir sem tengjast atvinnugreinum og sértækum verkefnum settir undir eina stjórn. • Gerð tímasett áætlun um eflingu rannsókna og nýsköpunar í fyrirtækjum. • Stjórnvöld setji fram tímabundna forgangsröðun um rannsóknarsvið og áherslur í rannsóknum. Uppstokkun háskólakerfisins krefst nýrrar hugsunar og djarfra ákvarðana. Háskólafólk, stjórnmálamenn og aðrir sem um þessi mál véla, verða að hefja sig upp úr fyrirframgefnum skoðunum og pólitískum klisjum, horfa yfir heildina, og meta málin raunsætt, - sjá hvað er hægt og hvað er ekki hægt, og svo hrinda í framkvæmd því sem menn trúa að sé fyrir bestu. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar