Umfjöllun: Stöngin, stöngin út hjá HK Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. nóvember 2009 20:45 Jónatan var öflugur í kvöld. Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira