Umfjöllun: Stöngin, stöngin út hjá HK Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. nóvember 2009 20:45 Jónatan var öflugur í kvöld. Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Akureyringar voru stálheppnir að landa sigri gegn HK ó frábærum handboltaleik nyrðra í kvöld. Leikar enduðu 27-26 eftir æsilegar lokamínútur. HK byrjaði leikinn betur, spilaði 6-0 vörn sem tók vel á Akureyringum. Sókn þeirra fyrstu mínúturnar gekk erfiðlega, þeir stigu á línuna, skutu í vörnina og ógnuðu ekki vel. HK komst í 3-7 eftir þrettán mínútna leik en þá snerist leikurinn við. Oddur Grétarsson, einn besti leikmaður deildarinnar, kom inn á í lið Akureyrar og skoraði þrjú mörk í röð. Samtals skoraði Akureyri fimm gegn engu og komst yfir. Eftir það var hálfleikurinn jafn. Varnir liðanna voru hriplekar og sést það á hálfleiksstöðunni, 16-16. Akureyri komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleikinn en HK jafnaði fyrir hléið. Valdimar Fannar Þórsson var allt í öllu í liði HK, skoraði fimm mörk og lagði upp mörg önnur. Akureyringar tóku frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks og virtust ætla að stinga af. Þeir komust fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútum og héldu þeim mun þar til tíu mínútur voru eftir. Vörn þeirra var öflug og sókn HK slök. En þegar leið á sóttu HK-ingar loksins í sig veðrið. Þeir byrjuðu að nýta færin, vörnin small saman og Sveinbjörn varði vel í markinu. Þeir náðu að jafna leikinn þegar þrjár mínútur voru eftir, ekki í fyrsta skipti sem Akureyri kasta frá sér forskoti með kæruleysi. Akureyri var tveimur mönnum fleiri í jafnri stöðu þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. Heimir Örn skoraði þá sigurmarkið, 27-26. HK fór í sókn en missti boltann klaufalega, leikmenn voru ósáttir með dómara leiksins í því tilfelli. Akureyri fór í sókn og klúðraði frá sér boltanum þegar mínúta var eftir. HK fór í sókn og Sverrir Hermannsson átti skot sem fór í báðar stengurnar, og út. Akureyri fór í sókn, tók leikhlé en tapaði boltanum þegar tvær sekúndur voru eftir. Leiktíminn var stöðvaður og boltanum var svo kastað fram og um leið og lokaflautan gall skoraði HK úr ómögulegri stöðu en því miður fyrir þá var leiktíminn búinn. Ótrúlegur endir á frábærum leik. Hjá HK var Valdimar af og Sveinbjörn var öflugur í markinu. Ólafur Víðir var líka sprækur. Hjá Akureyri var Árni Þór góður í fyrri hálfleik og Jónatan og Heimir voru góður. Guðlaugur var svo frábær í vörninni. Oddur Grétarsson var þó maður leiksins, hreint frábær í vörn og sókn. Akureyri er þar með komið í annað sæti deildarinnar en liðin í þriðja og fjórða sæti eiga leiki til góða. HK er enn í fimmta sætinu.Tölfræði:Akureyri-HK 27-26 (16-16)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7), Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggsson 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Andri, Jónatan).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%Hraðaupphlaup: 1 (Atli B).Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Ólafur, Hákon, Valdimar).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti