Bandaríkjamarkaður að taka slakan í þorsksölunni 25. ágúst 2009 13:43 Sala á þorski gengur vel í Bandaríkjunum. Mynd/ GVA. Samkvæmt fréttum í innlendum og erlendum vefmiðlum hefur sala á þorski til Bandaríkjanna aukist nokkuð að undanförnu. Er sagt að salan á þorski vestur um haf taki slakann sem myndast hefur á sölunni á þorski til Evrópu, og þá einkum Bretlands og Spánar. Svavar Svavarsson markaðsstjóri hjá HB Granda segir að þeir selji aðallega sjófrystan þorsk til Bandaríkjanna og að salan hafi verið jöfn og góð undanfarna mánuði og verðið sem fáist sé ágætt. Hann vill þó ekki meina að um umtalsverða aukningu sé að ræða hjá þeim. „Það má svo nefna að fyrir nokkrum árum var Bandaríkjamarkaður með þeim stærri fyrir Íslendinga en datt svo mikið niður í uppsveiflunni síðustu ár þegar Evrópulönd buðu hærra verð," segir Svavar. „Nú hefur töluverð verðlækkun verið í gangi einkum í Bretlandi og á saltfiski til Spánar en við teljum að botninum sé nú náð hvað verðin áhrærir." Vefsíðan FISHupdate.com greinir frá því að salan á þorski frá Íslandi hafi tvöfaldast eftir að verðið féll í Bretlandi. Svavar segir að hann merki ekki svo mikla aukningu í sölunni en hinsvegar beri að nefna að ekki þurfi mikið magn til að tvöfalda söluna í heild þar sem hún var orðin það lítil fyrir. „Við reynum að hafa jafnvægi í sölunni hjá okkur vestur og austur um haf og það hefur tekist ágætlega," segir Svavar. Indriði Ívarsson sölustjóri hjá Ögurvík segir að þeir hafi ekki merkt aukinn áhuga hjá Bandaríkjamönnum á að kaupa fisk héðan, nema síður sé. „Ég tel að það stafi af því að Rússar eru nú að moka þorski úr Barentshafi inn á Bandaríkjamarkaðinn á mjög hagstæðum verðum," segir Indriði. „Við seldum síðast til Bandaríkjanna um páskana og þar var um ýsu að ræða." Indriði er sammála Svavari um að staðan sé að batna á Bretlandseyjum eftir töluverðar verðlækkanir. „Verðin hjá okkur hafa nú hækkað tvisvar á skömmum tíma, að vísu er ekki um miklar hækkanir að ræða en hækkanir samt," segir Indriði. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Samkvæmt fréttum í innlendum og erlendum vefmiðlum hefur sala á þorski til Bandaríkjanna aukist nokkuð að undanförnu. Er sagt að salan á þorski vestur um haf taki slakann sem myndast hefur á sölunni á þorski til Evrópu, og þá einkum Bretlands og Spánar. Svavar Svavarsson markaðsstjóri hjá HB Granda segir að þeir selji aðallega sjófrystan þorsk til Bandaríkjanna og að salan hafi verið jöfn og góð undanfarna mánuði og verðið sem fáist sé ágætt. Hann vill þó ekki meina að um umtalsverða aukningu sé að ræða hjá þeim. „Það má svo nefna að fyrir nokkrum árum var Bandaríkjamarkaður með þeim stærri fyrir Íslendinga en datt svo mikið niður í uppsveiflunni síðustu ár þegar Evrópulönd buðu hærra verð," segir Svavar. „Nú hefur töluverð verðlækkun verið í gangi einkum í Bretlandi og á saltfiski til Spánar en við teljum að botninum sé nú náð hvað verðin áhrærir." Vefsíðan FISHupdate.com greinir frá því að salan á þorski frá Íslandi hafi tvöfaldast eftir að verðið féll í Bretlandi. Svavar segir að hann merki ekki svo mikla aukningu í sölunni en hinsvegar beri að nefna að ekki þurfi mikið magn til að tvöfalda söluna í heild þar sem hún var orðin það lítil fyrir. „Við reynum að hafa jafnvægi í sölunni hjá okkur vestur og austur um haf og það hefur tekist ágætlega," segir Svavar. Indriði Ívarsson sölustjóri hjá Ögurvík segir að þeir hafi ekki merkt aukinn áhuga hjá Bandaríkjamönnum á að kaupa fisk héðan, nema síður sé. „Ég tel að það stafi af því að Rússar eru nú að moka þorski úr Barentshafi inn á Bandaríkjamarkaðinn á mjög hagstæðum verðum," segir Indriði. „Við seldum síðast til Bandaríkjanna um páskana og þar var um ýsu að ræða." Indriði er sammála Svavari um að staðan sé að batna á Bretlandseyjum eftir töluverðar verðlækkanir. „Verðin hjá okkur hafa nú hækkað tvisvar á skömmum tíma, að vísu er ekki um miklar hækkanir að ræða en hækkanir samt," segir Indriði.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira