Viltu skrifa upp á fyrir mig? Eygló Harðardóttir skrifar 16. júní 2009 06:00 Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar