Við erum betri en menn héldu 6. janúar 2009 13:38 Einar Árni og félagar hafa staðið sig mjög vel framan af vetri Mynd/Stefán "Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar." Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
"Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar."
Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira