Við erum betri en menn héldu 6. janúar 2009 13:38 Einar Árni og félagar hafa staðið sig mjög vel framan af vetri Mynd/Stefán "Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar." Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
"Ég hefði líklega tekið þessum fimm sigrum fagnandi í byrjun tímabils, en ég er líka svekktur að vera ekki kominn með sjö," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem í dag var kjörinn besti þjálfarinn í fyrstu ellefu umferðum Iceland Express deildarinnar. Breiðablik hefur komið flestum á óvart í vetur og hefur unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar en því var spáð falli í árlegri spá í haust. "Við eigum að geta bætt okkur í seinni hlutanum. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég held að ég hafi aldrei á mínum þjálfaraferli lent í öðru eins með það. Við höfum verið fáliðaðir að undanförnu en það er allt að koma til," sagði Einar, en Blikar eru reyndar að endurheimta nokkra af leikmönnum sínum úr meiðslum um þessar mundir og fengu liðsstyrk í formi Þorsteins Gunnlaugssonar fyrir lokaátökin. Talað hefur verið um að Breiðablik sé spútniklið fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildinni og við spurðum Einar hvort liðið væri búið að spila upp fyrir sig í vetur - eða hvort það væri einfaldlega svona gott. "Við erum betri en menn héldu og þetta lið á eftir að bæta sig meira. Ég ætla ekki að segja að það hefði verið eitthvað lið sem var líklegra til að falla en við. Menn töluðum um okkur, FSu og Skallagrím og Borgnesingarnir lentu auðvitað í miklum mannabreytingum og því fannst mér það kannski ekkert út úr kortinu. Deildin er í raun að spilast í takt við það sem maður bjóst við," sagði Einar í samtali við Vísi. Markmið Einars og Blika er óbreytt þrátt fyrir gott gengi í fyrri umferðinni og stefnan sett á að halda liðinu í úrvalsdeild. "Síðari hálfleikurinn er alltaf erfiðari en sá fyrri og við eigum tvo mjög mikilvæga leiki strax í fyrstu tveimur umferðunum þegar við mætum Skallagrími og Þór. Þarna eigast við lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu og það eru alltaf erfiðir leikir," sagði Einar. Við spurðum hann að lokum hvort hann væri tilbúinn að lofa því að halda liðinu í efstu deild. "Ég hef fulla trú á því að við höldum okkur uppi í vetur. Ég held að við eigum eftir að verða betri og höfum gott svigrúm til að bæta okkur frekar."
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum