Viðskipti innlent

Lögfræðistofa Reykjavíkur ætlar ekki að rukka Exista fyrir skilanefnd Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögfræðistofa Reykjavíkur ætlar ekki að rukka Exista fyrir skilanefnd Landsbankans.
Lögfræðistofa Reykjavíkur ætlar ekki að rukka Exista fyrir skilanefnd Landsbankans.
Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur skilað skilanefnd Landsbanka Íslands umboði til þess að annast hagsmunagæslu fyrir nefndina vegna málefna Exista. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var frá lögfræðistofunni í dag.

Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að Exista Þyrfti að greiða Lögfræðistofu Reykjavíkur 250 milljónir króna vegna innheimtu lögfræðistofunnar á tug milljarða króna láni sem skilanefnd Landsbankans hefur gjaldfellt á félagið. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, er jafnframt einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Í yfirlýsingu frá Lögfræðistofu Reykjavíkur segir að með því að skila umboðinu vilji lögfræðistofan stuðla að friði um störf skilanefndar Landsbanka Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×