Góða umferðarhelgi! Kjartan Magnússon skrifar 30. júlí 2009 06:00 Mikil umferð hefur verið um þjóðvegi landsins í sumar enda kjósa margir að ferðast innanlands vegna versnandi efnahags. Við upphaf mestu umferðarhelgi ársins er, til varnaðar, rétt að minna á helstu orsakir banaslysa. Hver og einn getur farið yfir þessi atriði og metið hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Auk banaslysa, valda eftirfarandi þættir fjölda slysa og miklu eignatjóni: Hraðakstur, bílbelti ekki notað, ölvunarakstur, svefn og þreyta, reynsluleysi ökumanns, forgangur ekki virtur, vegur og umhverfi. Orsakir banaslysa tengjast oftast áhættuhegðun ökumanns eða mannlegum mistökum hans. Samkvæmt ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega á síðastliðnum árum. Síðastliðin fimm ár (2004-2008) fórust 100 manns í umferðarslysum á Íslandi en 129 manns á árunum fimm þar á undan (1999-2003). Þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað verulega frá árinu 2006, hefur alvarlegum umferðarslysum því miður fjölgað. Í slysaskrá Umferðarstofu eru 128 umferðarslys skráð með miklum meiðslum árið 2006 en 164 árið 2008. Bifhjólaslysum og framan-árekstrum bifreiða fjölgaði mest. Rannsóknarnefndin telur líklegt að á árunum 1998-2008 hefðu 43 lifað af slys, hefðu þeir notað bílbelti. Í mörgum tilvikum kastast fólk út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Þau dæmi eru sorglega mörg þar sem sjálfur bílinn þolir áreksturinn en fólk lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Aldrei er nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki. Þar er enn mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Af sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á sér þegar ekið er framhjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Um leið og hvatt er til aðgæslu í umferðinni minni ég á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: ,,Gott er heilum vagni heim að aka." Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Mikil umferð hefur verið um þjóðvegi landsins í sumar enda kjósa margir að ferðast innanlands vegna versnandi efnahags. Við upphaf mestu umferðarhelgi ársins er, til varnaðar, rétt að minna á helstu orsakir banaslysa. Hver og einn getur farið yfir þessi atriði og metið hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Auk banaslysa, valda eftirfarandi þættir fjölda slysa og miklu eignatjóni: Hraðakstur, bílbelti ekki notað, ölvunarakstur, svefn og þreyta, reynsluleysi ökumanns, forgangur ekki virtur, vegur og umhverfi. Orsakir banaslysa tengjast oftast áhættuhegðun ökumanns eða mannlegum mistökum hans. Samkvæmt ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega á síðastliðnum árum. Síðastliðin fimm ár (2004-2008) fórust 100 manns í umferðarslysum á Íslandi en 129 manns á árunum fimm þar á undan (1999-2003). Þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað verulega frá árinu 2006, hefur alvarlegum umferðarslysum því miður fjölgað. Í slysaskrá Umferðarstofu eru 128 umferðarslys skráð með miklum meiðslum árið 2006 en 164 árið 2008. Bifhjólaslysum og framan-árekstrum bifreiða fjölgaði mest. Rannsóknarnefndin telur líklegt að á árunum 1998-2008 hefðu 43 lifað af slys, hefðu þeir notað bílbelti. Í mörgum tilvikum kastast fólk út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Þau dæmi eru sorglega mörg þar sem sjálfur bílinn þolir áreksturinn en fólk lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Aldrei er nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki. Þar er enn mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Af sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á sér þegar ekið er framhjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Um leið og hvatt er til aðgæslu í umferðinni minni ég á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: ,,Gott er heilum vagni heim að aka." Höfundur er borgarfulltrúi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun