Hver á að bæta fæðiskostnaðinn? 18. maí 2009 06:00 Óskar Hrafn Ólafsson skrifar um hvalveiðar Það er orðinn árviss viðburður að talsmenn ýmissa umhverfis- og dýraverndunarsamtaka rísi upp á afturlappirnar og mótmæli takmörkuðum hvalveiðum Íslendinga. Viðkomandi samtök hafa ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki eigi að nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti. Sýnt hefur verið fram á að hvalastofnar í Norður-Atlantshafi hafa stækkað mikið síðustu áratugina. Fyrir því hafa Íslendingar og fleiri fundið vegna þess mikla magns af fiski sem hvalahjörðin skóflar í sig á ári hverju. Erlendir umhverfisverndarsinnar geta ekki ætlast til þess að Íslendingar einir borgi fæðið fyrir þessa afræningja. Ef þeir vilja ekki að hvalir séu veiddir þá er lágmarkskrafa að þeir taki þátt í að borga fæðiskostnaðinn. Það má líkja þessu við ótta manna vegna eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Hvert tré þar bindur tíu sinnum meira af koltvísýringi en tré á Íslandi og það er því mikið í húfi. Ekki er hægt að ætlast til þess að þeir, sem hafa atvinnu af skógarhögginu, séu sendir heim bótalaust. Þeir þurfa að lifa eins og aðrir og því er eina ráðið að greiða þeim bætur fyrir að hætta skógarhögginu. Svo vikið sé aftur að hvalamálunum og stærð hvalastofnanna umhverfis landið þá má leiða að því líkur að hvalirnir éti nytjafisk að verðmæti tveggja milljarða evra á ári hverju. Mín tillaga er sú að erlend umhverfisverndarsamtök eða ríkisstjórnir þeirra ríkja, sem hvað harðast hafa beitt sér gegn hvalveiðum Íslendinga, borgi 70% af fæðiskostnaði hvalanna. Íslendingar geta tekið 30% á sig. Gerist þetta þá er sjálfsagt að hætta hvalveiðum. Ef ekki þá á að auka hvalveiðar og nýta stofnana með sjálfbærum hætti. Málið er einfalt. Sá, sem á kartöflu- eða kálgarð, stuggar við þeim sem stela úr garðinum. Hann skýtur gæsirnar sem leggjast á kálið. Hið sama eigum við að gera til þess að vernda nytjastofnana í hafinu sem þessi þjóð hefur lengstum lifað svo til alfarið á. Höldum hvalastofnum í skefjum með skynsamlegum veiðum. Ef einhverjir vilja hins vegar taka þátt í að greiða fyrir fæðu þeirra þá er sjálfsagt að skoða það mál. Með nútímatækni er hægt að merkja hvali og fylgjast með ferðum þeirra með aðstoð gervihnatta. Þeir, sem tækju hvali í fæði, gætu þá fylgst með ferðum þessara dýra og því hvar þau eru að éta hverju sinni. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Óskar Hrafn Ólafsson skrifar um hvalveiðar Það er orðinn árviss viðburður að talsmenn ýmissa umhverfis- og dýraverndunarsamtaka rísi upp á afturlappirnar og mótmæli takmörkuðum hvalveiðum Íslendinga. Viðkomandi samtök hafa ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki eigi að nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti. Sýnt hefur verið fram á að hvalastofnar í Norður-Atlantshafi hafa stækkað mikið síðustu áratugina. Fyrir því hafa Íslendingar og fleiri fundið vegna þess mikla magns af fiski sem hvalahjörðin skóflar í sig á ári hverju. Erlendir umhverfisverndarsinnar geta ekki ætlast til þess að Íslendingar einir borgi fæðið fyrir þessa afræningja. Ef þeir vilja ekki að hvalir séu veiddir þá er lágmarkskrafa að þeir taki þátt í að borga fæðiskostnaðinn. Það má líkja þessu við ótta manna vegna eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Hvert tré þar bindur tíu sinnum meira af koltvísýringi en tré á Íslandi og það er því mikið í húfi. Ekki er hægt að ætlast til þess að þeir, sem hafa atvinnu af skógarhögginu, séu sendir heim bótalaust. Þeir þurfa að lifa eins og aðrir og því er eina ráðið að greiða þeim bætur fyrir að hætta skógarhögginu. Svo vikið sé aftur að hvalamálunum og stærð hvalastofnanna umhverfis landið þá má leiða að því líkur að hvalirnir éti nytjafisk að verðmæti tveggja milljarða evra á ári hverju. Mín tillaga er sú að erlend umhverfisverndarsamtök eða ríkisstjórnir þeirra ríkja, sem hvað harðast hafa beitt sér gegn hvalveiðum Íslendinga, borgi 70% af fæðiskostnaði hvalanna. Íslendingar geta tekið 30% á sig. Gerist þetta þá er sjálfsagt að hætta hvalveiðum. Ef ekki þá á að auka hvalveiðar og nýta stofnana með sjálfbærum hætti. Málið er einfalt. Sá, sem á kartöflu- eða kálgarð, stuggar við þeim sem stela úr garðinum. Hann skýtur gæsirnar sem leggjast á kálið. Hið sama eigum við að gera til þess að vernda nytjastofnana í hafinu sem þessi þjóð hefur lengstum lifað svo til alfarið á. Höldum hvalastofnum í skefjum með skynsamlegum veiðum. Ef einhverjir vilja hins vegar taka þátt í að greiða fyrir fæðu þeirra þá er sjálfsagt að skoða það mál. Með nútímatækni er hægt að merkja hvali og fylgjast með ferðum þeirra með aðstoð gervihnatta. Þeir, sem tækju hvali í fæði, gætu þá fylgst með ferðum þessara dýra og því hvar þau eru að éta hverju sinni. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun