Hver á að bæta fæðiskostnaðinn? 18. maí 2009 06:00 Óskar Hrafn Ólafsson skrifar um hvalveiðar Það er orðinn árviss viðburður að talsmenn ýmissa umhverfis- og dýraverndunarsamtaka rísi upp á afturlappirnar og mótmæli takmörkuðum hvalveiðum Íslendinga. Viðkomandi samtök hafa ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki eigi að nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti. Sýnt hefur verið fram á að hvalastofnar í Norður-Atlantshafi hafa stækkað mikið síðustu áratugina. Fyrir því hafa Íslendingar og fleiri fundið vegna þess mikla magns af fiski sem hvalahjörðin skóflar í sig á ári hverju. Erlendir umhverfisverndarsinnar geta ekki ætlast til þess að Íslendingar einir borgi fæðið fyrir þessa afræningja. Ef þeir vilja ekki að hvalir séu veiddir þá er lágmarkskrafa að þeir taki þátt í að borga fæðiskostnaðinn. Það má líkja þessu við ótta manna vegna eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Hvert tré þar bindur tíu sinnum meira af koltvísýringi en tré á Íslandi og það er því mikið í húfi. Ekki er hægt að ætlast til þess að þeir, sem hafa atvinnu af skógarhögginu, séu sendir heim bótalaust. Þeir þurfa að lifa eins og aðrir og því er eina ráðið að greiða þeim bætur fyrir að hætta skógarhögginu. Svo vikið sé aftur að hvalamálunum og stærð hvalastofnanna umhverfis landið þá má leiða að því líkur að hvalirnir éti nytjafisk að verðmæti tveggja milljarða evra á ári hverju. Mín tillaga er sú að erlend umhverfisverndarsamtök eða ríkisstjórnir þeirra ríkja, sem hvað harðast hafa beitt sér gegn hvalveiðum Íslendinga, borgi 70% af fæðiskostnaði hvalanna. Íslendingar geta tekið 30% á sig. Gerist þetta þá er sjálfsagt að hætta hvalveiðum. Ef ekki þá á að auka hvalveiðar og nýta stofnana með sjálfbærum hætti. Málið er einfalt. Sá, sem á kartöflu- eða kálgarð, stuggar við þeim sem stela úr garðinum. Hann skýtur gæsirnar sem leggjast á kálið. Hið sama eigum við að gera til þess að vernda nytjastofnana í hafinu sem þessi þjóð hefur lengstum lifað svo til alfarið á. Höldum hvalastofnum í skefjum með skynsamlegum veiðum. Ef einhverjir vilja hins vegar taka þátt í að greiða fyrir fæðu þeirra þá er sjálfsagt að skoða það mál. Með nútímatækni er hægt að merkja hvali og fylgjast með ferðum þeirra með aðstoð gervihnatta. Þeir, sem tækju hvali í fæði, gætu þá fylgst með ferðum þessara dýra og því hvar þau eru að éta hverju sinni. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Óskar Hrafn Ólafsson skrifar um hvalveiðar Það er orðinn árviss viðburður að talsmenn ýmissa umhverfis- og dýraverndunarsamtaka rísi upp á afturlappirnar og mótmæli takmörkuðum hvalveiðum Íslendinga. Viðkomandi samtök hafa ekki fært fram nein haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki eigi að nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti. Sýnt hefur verið fram á að hvalastofnar í Norður-Atlantshafi hafa stækkað mikið síðustu áratugina. Fyrir því hafa Íslendingar og fleiri fundið vegna þess mikla magns af fiski sem hvalahjörðin skóflar í sig á ári hverju. Erlendir umhverfisverndarsinnar geta ekki ætlast til þess að Íslendingar einir borgi fæðið fyrir þessa afræningja. Ef þeir vilja ekki að hvalir séu veiddir þá er lágmarkskrafa að þeir taki þátt í að borga fæðiskostnaðinn. Það má líkja þessu við ótta manna vegna eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Hvert tré þar bindur tíu sinnum meira af koltvísýringi en tré á Íslandi og það er því mikið í húfi. Ekki er hægt að ætlast til þess að þeir, sem hafa atvinnu af skógarhögginu, séu sendir heim bótalaust. Þeir þurfa að lifa eins og aðrir og því er eina ráðið að greiða þeim bætur fyrir að hætta skógarhögginu. Svo vikið sé aftur að hvalamálunum og stærð hvalastofnanna umhverfis landið þá má leiða að því líkur að hvalirnir éti nytjafisk að verðmæti tveggja milljarða evra á ári hverju. Mín tillaga er sú að erlend umhverfisverndarsamtök eða ríkisstjórnir þeirra ríkja, sem hvað harðast hafa beitt sér gegn hvalveiðum Íslendinga, borgi 70% af fæðiskostnaði hvalanna. Íslendingar geta tekið 30% á sig. Gerist þetta þá er sjálfsagt að hætta hvalveiðum. Ef ekki þá á að auka hvalveiðar og nýta stofnana með sjálfbærum hætti. Málið er einfalt. Sá, sem á kartöflu- eða kálgarð, stuggar við þeim sem stela úr garðinum. Hann skýtur gæsirnar sem leggjast á kálið. Hið sama eigum við að gera til þess að vernda nytjastofnana í hafinu sem þessi þjóð hefur lengstum lifað svo til alfarið á. Höldum hvalastofnum í skefjum með skynsamlegum veiðum. Ef einhverjir vilja hins vegar taka þátt í að greiða fyrir fæðu þeirra þá er sjálfsagt að skoða það mál. Með nútímatækni er hægt að merkja hvali og fylgjast með ferðum þeirra með aðstoð gervihnatta. Þeir, sem tækju hvali í fæði, gætu þá fylgst með ferðum þessara dýra og því hvar þau eru að éta hverju sinni. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun