Viðskipti innlent

SPM greiðir ekki vexti og afborganir af skuldabréfaflokkum

Sparisjóður Mýrarsýslu (SPM) hefur sent tilkynningu til kauphallarinnar þar sem segir að SPM muni ekki greiða afborganir né vexti af skuldabréfaflokkum sínum á næstunni. Þar á meðal er flokkur sem er á gjalddaga þann 15. apríl.

Í tilkynningunni segir: „Þann 27. mars síðastliðinn samþykktu stærstu lánardrottnar Sparisjóðs Mýrasýslu („SPM") tillögu að fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins samanber tilkynningu til Kauphallar 6. apríl 2009. Samhliða því voru eignir SPM seldar til Nýja Kaupþings banka hf. („Nýi Kaupþing") sem mun greiða fyrir eignirnar með skuldabréfum og hlutabréfum útgefnum af Nýja Kaupþingi.

 

SPM er útgefandi af nokkrum skuldabréfaflokkum sem skráðir eru í Kauphöll Ísland. Í ljósi stöðunnar mun SPM ekki greiða afborganir né vexti af þeim flokkum sem til gjalddaga kunna að koma á því tímabili sem áframhaldandi viðræður við innlenda sem erlenda lánardrottna um uppgjör krafna standa yfir, þ.m.t. á flokki sem er á gjalddaga þann 15. apríl 2009."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×