Erlent

Peres missti meðvitund

Shimon Peres, forseti Ísraels, missti meðvitund um stund þegar hann var viðstaddur athöfn í Tel Aviv í kvöld. Hann komst þó fljótt aftur til meðvitundar og þvertók fyrir að vera fluttur á sjúkrahús.

Hinn 87 ára gamli Nóbelsverðlaunahafi var kjörinn forseti fyrir tveimur árum en fimm ár eru eftir að kjörtímabili hans.

Peres gegndi tvívegis embætti forsætisráðherra á stjórnmálaferli sínum. Hann fékk á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels, ásamt þeim Yasser Arafat og tzhak Rabin, eftir Oslóarsamkomulagið svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×