Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu þremur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 92 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Bankarnir eru staðsettir Illinois, Minnesota og Washington.
Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankana yfir en í húfi eru háar innistæður. Innistæður upp að 250 þúsund dollurum eru tryggðar.
Heildarfjöldi gjaldþrota banka nálgast eitt hundrað
