Viðskipti innlent

Einn í peningastefnunefnd vildi óbreytta vexti

Peningastefnunefnd Seðlabankans.
Peningastefnunefnd Seðlabankans.
Á síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Ísland lagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri til að innlánsvextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur í 9,0% og að hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga yrði aukin úr 25 milljarða krónum í 30 milljarða króna með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum, sem felur í sér 0,25 prósentna hækkun hámarksvaxta.

Seðlabankastjóri bauð öðrum nefndarmönnum að greiða atkvæði um tillöguna. Fjórir nefndarmenn greiddu tillögu seðlabankastjóra atkvæði, en einn nefndarmaður greiddi atkvæði gegn henni og lagði til að vextir yrðu hafðir óbreyttir.

Allir nefndarmenn voru sammála um að lækka veðlánavexti úr 12% í 11% og daglánsvexti úr 14,5% í 13%, þar sem það mundi ekki breyta raunverulegu aðhaldsstigi peningastefnunnar.

Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem hægt er að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×