Viðskipti innlent

Bakkavör lækkar mikið, annan daginn í röð

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% í 240 milljóna króna heildarviðskiptum í dag. Vísitalan stendur nú í 745,55 stigum. Bakkavör lækkaði mikið, annan daginn í röð, eða um 7,1%. Gengi Bakkavarar stendur nú í 1,18 krónum á hlut. Í gær lækkaði gengi félagsins um 12,4%.

Hlutabréfavelta var meiri í dag en undanfarið en hún nam rúmum 86 milljónum króna.

Mest var veltan með bréf Færeyjabanka eða fyrir tæplega 48 milljónum króna. Bréf bankans hækkuðu um 1,27% í kjölfarið.

Marel hækkaði um 1,15% og Össur hækkaði um 0,88%.

Skuldabréfaveltan nam tæplega 14,5 milljörðum króna.

Enn einn daginn, var mest velta með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir tæplega 12 milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×