Viðskipti innlent

Ársæll og Sigurjón vinna fyrir skilanefnd Landsbankans

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Ársæll Hafsteinsson og Sigurjón Geirsson hafa verið ráðnir ráðgjafar skilanefndar Landsbankans en Fjármálaeftirlitið hafði áður óskað eftir að þeir vikju úr nefndinni. Páll Bendediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir í viðtali við Vísi að ráðningin sé gerð að ósk kröfuhafa.

„Þeir eru ráðnir sem ráðgjafar fyrir skilanefndina, en sitja ekki í skilanefndinni sjálfri," segir Páll.

Eins og komið hefur fram hafa miklar samningaviðræður staðið yfir milli skilanefndarinnar og kröfuhafa Landsbankans. Aðal samningsatriðið snýst um verðmat á eignum frá gamla Landsbankanum og til hins nýja, NBI.

„Til að eðlilegur rekstrargrundvöllur skapist verður að huga að ýmsum málum og eitt af þeim er að nýji bankinn, NBI, kaupi eignir gamla bankans á viðráðanlegu verði. Ársæll og Sigurjón höfðu unnið með kröfuhöfunum frá því síðastliðið haust og kröfuhafarnir höfðu mikla trú á þeim og báru auk þess mikið traust til þeirra," segir Páll.

Páll segir ástæðuna fyrir því að kröfuhafar gengu frá samningaborðinu á sínum tíma einfaldlega þá að þeim Ársæli og Sigurjóni hafi verið vikið úr nefndinni. „Samningaviðræður við kröfuhafana lá niðri í um tíu daga eftir að þeim var vikið úr nefndinni," segir Páll að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×