Erlent

Ráðgátan um týnda skipið tekur nýja stefnu

Ráðgátan um Arctic Sea, finnska flutningaskipsins sem hvarf af ratsjá fyrir hálfum mánuði tók nýja stefnu í gær þegar rússnesk siglingarvefsíða tilkynnti að staðsetningartæki skipsins hefði gefið frá sér merki. Samkvæmt upplýsingum vefsíðunnar lítur út fyrir að skipið eða búnaðurinn sé við strendur Frakklands. Ekki er þó vitað hvort staðsetningartækið sé enn um borð í skipinu.

Skipið var á leið frá Finnlandi til Alsír með timburfarm hinn 23. júlí. Það hvarf svo af ratsjá viku síðar en talið er að skipinu hafi verið rænt við Ermasund. Í gær kom svo tilkynning um að þeir sem rændu skipinu hefðu krafist lausnargjalds en enn er óvíst hvort krafan sé raunverulega frá þeim sem rændu skipinu.


Tengdar fréttir

Rússneska flutningaskipið fundið

Flutningaskipið Arctic Sea, sem hvarf í Ermasundi fyrir um hálfum mánuði er fundið, eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky. Skipið hefur verið staðsett um 400 mílum frá Grænhöfðaeyjum

Flutningaskip týnt - aftur

Það þykir ráðgáta ein hvernig 4000 tonna flutningaskip gat horfið í nokkra daga, komið aftur í leitirnar og horfið síðan aftur.

Lausnargjalds krafist fyrir Arctic Sea

Krafist hefur verið lausnargjalds fyrir Arctic Sea, rússneska flutningaskipið sem hvarf af ratsjá í lok júlí. Finnska lögreglan tilkynnti þetta í dag.

Var týnda skipið í smyglferð?

Enn hefur ekkert spurst til flutningaskipsins Arctic Sea sem hvarf á Ermasundi fyrir hálfum mánuði. Rússneski flotinn skipuleggur nú leitina að skipinu en málið þykir allt hið dularfyllsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×