Erlent

Lausnargjalds krafist fyrir Arctic Sea

Krafist hefur verið lausnargjalds fyrir Arctic Sea, rússneska flutningaskipið sem hvarf af ratsjá í lok júlí. Finnska lögreglan tilkynnti þetta í dag.

Skipið var á leið frá Finnlandi til Alsír með timburfarm. Ekki er vitað hverjir eru um borði í skipinu en finnskir eigendur þess hafa verið krafðir um lausnargjaldið, en ekki hefur verið gefið upp hve mikið.

Í gær sást til skipsins um 400 sjómílur út af ströndum Grænhöfðaeyja. Rússneski sendiherrann á svæðinu staðfesti það hins vegar ekki og því var talið að skipið væri enn týnt. Nú hefur annað komið í ljós og er rússneskt skip á svæðinu að reyna að hafa uppi á Arctic Sea.


Tengdar fréttir

Flutningaskip týnt - aftur

Það þykir ráðgáta ein hvernig 4000 tonna flutningaskip gat horfið í nokkra daga, komið aftur í leitirnar og horfið síðan aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×