Rúnar Sigtryggsson: Lykilmenn kiknuðu undan álagi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:52 Rúnar Sigtryggsson. Hefur lagt skóna á hilluna og lætur þjálfun Akureyrar duga. Fréttablaðið/Anton Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira