Viðskipti innlent

Samruni Torfagarðs, Íslenskrar vöruþróunar og Vogabæjar heimilaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæði Samkeppniseftirlitsins. Mynd/ Rósa
Húsnæði Samkeppniseftirlitsins. Mynd/ Rósa
Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga svf., Torfgarðs ehf., Íslenskrar vöruþróunar ehf. og Vogabæjar ehf.

Það var þann 18. ágúst síðastliðinn sem Samkeppniseftirlitinu barst samrunatilkynning frá Fulltingi lögfræðiþjónustu vegna samrunans. Samkeppniseftirlitið hefur haft málið til skoðunar síðan þá, en hefur nú komist að niðurstöðu um að ekki sé ástæða til frekari skoðunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×