Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar bæði inn- og útlánsvexti sína á morgun. Vextir óverðtryggðra inn- og útlána lækka um allt að eitt prósentustig og vextir verðtryggðra inn- og útlána um allt að hálft prósentustig.

„Vextir Landsbankans á óverðtryggðum útlánum hafa lækkað um allt að 11 prósentustig á rétt rúmu ári, eða þrjú prósentustig umfram lækkun stýrivaxta Seðlabankans,“ segir í tilkynningu frá bankanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×