Viðskipti innlent

Full veð á bak við persónulegar ábyrgðir Róberts

Róbert Wessman
Róbert Wessman

Straumur hefur veð í 315 hektara landssvæði í Brasilíu vegna sex milljarða persónulegra ábyrgða Róbert Wessman hjá bankanum í tengslum við landakaup hans og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Spáni. Þetta segir Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments félags Róberts.

Fréttastofan birti frétt á föstudag um óvissu í kringum 9,5 milljarða króna lán til þeirra félaga en Árni segir að ekki hafi verið rætt um annað en þessi veð væri fullgild og bankinn væri sáttur við þau. Um væri að ræða umhverfisverkefni á 315 hektara landssvæði í Brasilíu í samvinnu við UBS Pactual-bankann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×