Viðskipti innlent

Engin straumhvörf

Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson Mynd/GVA

„Ákvörðun Seðlabankans sýnist hófleg og varfærin og verður að teljast innan eðlilegra marka við ríkjandi aðstæður," segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og meðlimur í Skuggabankastjórn Markaðarins.

Hann bætir við að stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans komi ekki á óvart í ljósi fyrri ákvarðana og álits AGS að skilyrði fyrir lækkun vaxta hafi batnað enda fari verðbólga lækkandi og því hljóti vextir að fara sömu leið.

„Þessi ákvörðun felur ekki sér straumhvörf heldur áfanga á langri leið. Hún gefur fyrirheit um að framhald verði á lækkun vaxta sem enn eru langt ofan við núll til tveggja prósenta stýrivexti í nágrannalöndunum. Vöxtum verður að koma niður á skaplegt stig til að blása lífslofti í atvinnufyrirtækin og reisa við efnahag þjóðarinnar," segir Ólafur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×