Tölfræði aðskilnaðar ríkis og kirkju 11. desember 2009 06:00 Nú fyrir skömmu birtust stórmerkilegar tölur um viðhorf þjóðarinnar til sambands ríkis og kirkju. Samkvæmt Capacent Gallup mælist nú 74% fylgi við aðskilnað. Raunar hefur alltaf verið meirihluti fyrir aðskilnaði og yfirleitt hafa um tveir þriðju þjóðarinnar verið fylgjandi breyttu kirkjufyrirkomulagi. Fyrir tveimur árum kom hins vegar könnun þar sem fylgið mældist einungis 51%. Þegar ég bar þessar tölur fyrst saman í huganum datt mér helst í hug að skýringin á þessum mikla mun væri sú að meðalstuðningur við aðskilnað væri bara um 66% markið og munurinn fælist í því innbyggðri ónákvæmni tölfræðirannsókna. En þegar tölurnar á bak við tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að nýrri talan er mun líklegri til að vera rétt. Í könnuninni frá 2007 sem fór fram í hájólavertíðinni var úrtakið rúmlega tólf hundruð manns. Í nýju könnuninni var úrtakið nærri tvöfalt stærra. Um leið var svarhlutfall mikið betra árið 2009 en 2007. Í fyrri könnuninni svöruðu um 61% en í þeirri seinni um 71%. Þessar tölur benda allar til þess að stuðningur við aðskilnað sé mun nær 74% en 51%. Capacent Gallup gerði sjálft fyrirvara við niðurstöður síðustu könnunar enda var hún á skjön við allt sem áður hafði fram komið. Talið var líklegt að tímasetningin hefði mögulega skekkt niðurstöðuna. Ég tel þó reyndar ekki að það séu færri hlynntari aðskilnaði þegar jólavertíðin er í hámarki en ég tel frekar að fólk sé ólíklegra til að upplýsa þá afstöðu sína og þá sérstaklega miðað við þá umræðu sem var þá í samfélaginu. Vissulega má segja að tímasetningin á nýju könnuninni gæti haft einhver áhrif. Mál séra Gunnars er mikið búið að vera í umræðunni. En aftur á móti þá eru nær alltaf í gangi einhver erfið deilumál innan kirkjunnar. Það sem kemur líklega mest á óvart við niðurstöður nýju könnunarinnar er mikið fylgi við aðskilnað innan kirkjunnar sjálfrar. Hugsanlega mætti túlka þennan stuðning við aðskilnað sem trú á að sjálfstæð kirkja ætti auðveldara með að leysa slíkar deilur. En það er eitt ljóst. Þó að forsvarsmenn kirkjunnar reyni að afneita niðurstöðunum með vísun í fáfræði almennings þá getur ríkisvaldið ekki lengur tafið. Við eigum að hætta að rökræða um hvort eigi að skilja að ríki og kirkju og fara þess í stað að ræða um hvernig skuli staðið að þessum löngu tímabæra aðskilnaði. Höfundur er þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir skömmu birtust stórmerkilegar tölur um viðhorf þjóðarinnar til sambands ríkis og kirkju. Samkvæmt Capacent Gallup mælist nú 74% fylgi við aðskilnað. Raunar hefur alltaf verið meirihluti fyrir aðskilnaði og yfirleitt hafa um tveir þriðju þjóðarinnar verið fylgjandi breyttu kirkjufyrirkomulagi. Fyrir tveimur árum kom hins vegar könnun þar sem fylgið mældist einungis 51%. Þegar ég bar þessar tölur fyrst saman í huganum datt mér helst í hug að skýringin á þessum mikla mun væri sú að meðalstuðningur við aðskilnað væri bara um 66% markið og munurinn fælist í því innbyggðri ónákvæmni tölfræðirannsókna. En þegar tölurnar á bak við tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að nýrri talan er mun líklegri til að vera rétt. Í könnuninni frá 2007 sem fór fram í hájólavertíðinni var úrtakið rúmlega tólf hundruð manns. Í nýju könnuninni var úrtakið nærri tvöfalt stærra. Um leið var svarhlutfall mikið betra árið 2009 en 2007. Í fyrri könnuninni svöruðu um 61% en í þeirri seinni um 71%. Þessar tölur benda allar til þess að stuðningur við aðskilnað sé mun nær 74% en 51%. Capacent Gallup gerði sjálft fyrirvara við niðurstöður síðustu könnunar enda var hún á skjön við allt sem áður hafði fram komið. Talið var líklegt að tímasetningin hefði mögulega skekkt niðurstöðuna. Ég tel þó reyndar ekki að það séu færri hlynntari aðskilnaði þegar jólavertíðin er í hámarki en ég tel frekar að fólk sé ólíklegra til að upplýsa þá afstöðu sína og þá sérstaklega miðað við þá umræðu sem var þá í samfélaginu. Vissulega má segja að tímasetningin á nýju könnuninni gæti haft einhver áhrif. Mál séra Gunnars er mikið búið að vera í umræðunni. En aftur á móti þá eru nær alltaf í gangi einhver erfið deilumál innan kirkjunnar. Það sem kemur líklega mest á óvart við niðurstöður nýju könnunarinnar er mikið fylgi við aðskilnað innan kirkjunnar sjálfrar. Hugsanlega mætti túlka þennan stuðning við aðskilnað sem trú á að sjálfstæð kirkja ætti auðveldara með að leysa slíkar deilur. En það er eitt ljóst. Þó að forsvarsmenn kirkjunnar reyni að afneita niðurstöðunum með vísun í fáfræði almennings þá getur ríkisvaldið ekki lengur tafið. Við eigum að hætta að rökræða um hvort eigi að skilja að ríki og kirkju og fara þess í stað að ræða um hvernig skuli staðið að þessum löngu tímabæra aðskilnaði. Höfundur er þjóðfræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun