Viðskipti innlent

Súðavíkurhreppur stefnir á hagnað á næsta ári

Súðavíkurhreppur áætlar að hagnaður verði af rekstri sveitarfélagsins á næsta fjárhagsári. Samkvæmt áætlun á hagnaðurinn að nema rúmum 6 milljónum kr.

Í tilkynningu um málið segir að seinni umræða fjárhagsáætlunar Súðavíkurhrepps fyrir árið 2010 fór fram á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, sem haldinn var í gær.

Með áorðnum breytingum eru tekjur samstæðureiknings Súðavíkurhrepps, (A og B hluta), áætlaðar 169,7 milljónir kr. og útgjöld áætluð 148,4 milljónir kr. Niðurstaða reksturs án fjármagnsliða og afskrifta er því jákvæð um kr. 21,2 milljónir kr.

Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur eru áætlaðar 5,4 milljónir kr. og afskriftir áætlaðar 9,5 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings Súðavíkurhrepps er því áætluð jákvæð um 6,4 milljónir kr.

Áætlað er að framkvæma fyrir rúmlega 6,6 milljónir kr. á árinu 2010. Helstu verkefni eru framkvæmdir við endurbyggingu Eyrardalsbæjar, sjóvörn við Langeyrartjörn og framkvæmdir við sorpmóttökustað. Verða framkvæmdir fjármagnaðar með eigin fé.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 var samþykkt samhljóða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×