Gjaldeyrishöftin neyddu kröfuhafa til að eignast bankana 21. desember 2009 11:17 Jesper Rangvid prófessor í fjármála- og hagfræði við Copenhagen Business School (CBS) segir að gjaldeyrishöftin á Íslandi hafi neytt kröfuhafa Glitnis og Kaupþings til þess að gerast eigendur Íslandsbanka og Arion banka. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um endurreisn íslenska fjármálakerfisins sem blaðið segir að gangi hægt og rólega. Þetta þýði m.a. að erlendir stórbankar leysi af íslenska eigendur danskra fyrirtækja. Eru húsgagnakeðjan BIVA og FIH bankinn tekin sem dæmi. „Ísland hefur lokað fyrir allt gjaldeyrisútstreymi úr landinu," segir Rangvid. „Menn geta ekki flutt fé sitt úr landinu svo að kröfuhafarnir gátu ekki annað en tekið þátt í endurreisninni þar sem þeir breyttu kröfum sínum í eignaraðild. Með gjaldeyrishöftunum áttu þeir ekkert val." Í umfjöllun Börsen kemur fram að fyrir utan prófessorstöðuna við CBS sé Rangvid einnig kennari hjá Háskólanum í Reykjavík og því fylgist hann náið með þróuninni á Íslandi. „Fyrir íslensk stjórnvöld og þjóðina er það frábært að kröfurnar breytist í eignarhluti," segir Rangvid. „Því þá sleppa þau við að greiða peningana til baka." Stórbankarnir sem hér um ræðir segir Börsen að komi einkum frá Bretlandi og Þýskalandi en að einnig séu danskir bankar í hópnum. Hinsvegar getur blaðið þess ekki að vogunarsjóðir og írskt skúffufyrirtæki séu meðal stærstu eigenda Íslandsbanka. „Það er nauðsynlegt að erlend sérfræðiþekking komi inn í þessa banka," segir Rangvid. „Það er augljóst að stjórnun þeirra var ótrúlega léleg enda hrundu þeir allir á sama tíma." Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Jesper Rangvid prófessor í fjármála- og hagfræði við Copenhagen Business School (CBS) segir að gjaldeyrishöftin á Íslandi hafi neytt kröfuhafa Glitnis og Kaupþings til þess að gerast eigendur Íslandsbanka og Arion banka. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um endurreisn íslenska fjármálakerfisins sem blaðið segir að gangi hægt og rólega. Þetta þýði m.a. að erlendir stórbankar leysi af íslenska eigendur danskra fyrirtækja. Eru húsgagnakeðjan BIVA og FIH bankinn tekin sem dæmi. „Ísland hefur lokað fyrir allt gjaldeyrisútstreymi úr landinu," segir Rangvid. „Menn geta ekki flutt fé sitt úr landinu svo að kröfuhafarnir gátu ekki annað en tekið þátt í endurreisninni þar sem þeir breyttu kröfum sínum í eignaraðild. Með gjaldeyrishöftunum áttu þeir ekkert val." Í umfjöllun Börsen kemur fram að fyrir utan prófessorstöðuna við CBS sé Rangvid einnig kennari hjá Háskólanum í Reykjavík og því fylgist hann náið með þróuninni á Íslandi. „Fyrir íslensk stjórnvöld og þjóðina er það frábært að kröfurnar breytist í eignarhluti," segir Rangvid. „Því þá sleppa þau við að greiða peningana til baka." Stórbankarnir sem hér um ræðir segir Börsen að komi einkum frá Bretlandi og Þýskalandi en að einnig séu danskir bankar í hópnum. Hinsvegar getur blaðið þess ekki að vogunarsjóðir og írskt skúffufyrirtæki séu meðal stærstu eigenda Íslandsbanka. „Það er nauðsynlegt að erlend sérfræðiþekking komi inn í þessa banka," segir Rangvid. „Það er augljóst að stjórnun þeirra var ótrúlega léleg enda hrundu þeir allir á sama tíma."
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira