Mismunandi kjör banka vegna húsnæðislána Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 28. september 2009 18:50 Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar. Það dró til tíðinda í lánamálum landsmanna í dag þegar fregnaðist að Íslandsbanki ætlaði fyrstur íslenskra lánastofnana að bjóða öllum viðskiptavinum með húsnæðislán leiðréttingu á höfuðstólum lánanna. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna gagnrýndi bankann í dag og líkti leiðinni því það að maður sem steli tveimur sjónvörpum - ætli að skila öðru þeirra. Leiðin sem bankinn ætlar að bjóða frá fyrsta nóvember er svona: Maður með myntkörfulán á íbúð sinni getur breytt því í óverðtryggt krónulán. Breytilegir vextir verða 7,5% til að byrja með. Standi lánið nú í 40 milljónum króna - lækkar höfuðstóllinn í 30 milljónir, því 25% eru afskrifuð. Kona með krónulán á húsi sínu getur líka breytt því í óverðtryggt húsnæðislán. Óvíst er hverjir vextirnir verða. 20 milljóna króna lán - myndi lækka í 18 milljónir við skuldbreytingu, því 10% verða afskrifuð. Fréttastofa leitaði til Kaupþings og Landsbankans í dag. Kaupþing bíður átekta eftir aðgerðum stjórnvalda og vill ekkert gefa upp um sín áform. Landsbankinn ætlar ekki að bjóða almennar leiðréttingar - þau verða þó í boði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum. En hvað þýðir leið Íslandsbanka í krónum og aurum fyrir Jón og Gunnu? Íslandsbanki reiknaði út dæmi af gengistryggðu láni sem nú stendur í 20 milljónum króna. Ef þau skötuhjú borga af óbreyttu láni væru þetta mánaðarlegar afborganir og eftir 3 ár stæði lánið í rúmlega 17 milljónum. Færu Jón og Gunnar í greiðslujöfnun stjórnvalda yrðu mánaðarlegar afborganir öllu lægri - en lánið stæði í 19,4 milljónum eftir 3 ár. Tækju þau boði Íslandsbanka yrði afborgunin eilítið lægri en af óbreyttu láni - hins vegar yrðu eftirstöðvarnar þremur milljónum krónum lægri eftir þrjú ár. Leið Íslandsbanka er líka í boði með greiðslujöfnun - og þá næðu þau að lækka greiðslubyrðina - en eftirstöðvarnar yrðu fimmtán milljónir eftir 3 ár. Bankastjóri Íslandsbanka telur líklegt að leið stjórnvalda geti hentað fólki sem hyggst sitja sem fastast í húsi sínu í fyrirsjáanlegri framtíð - leið Íslandsbanka henti fólki sem hyggst stækka við sig, selja eða flytja á næstu árum. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar. Það dró til tíðinda í lánamálum landsmanna í dag þegar fregnaðist að Íslandsbanki ætlaði fyrstur íslenskra lánastofnana að bjóða öllum viðskiptavinum með húsnæðislán leiðréttingu á höfuðstólum lánanna. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna gagnrýndi bankann í dag og líkti leiðinni því það að maður sem steli tveimur sjónvörpum - ætli að skila öðru þeirra. Leiðin sem bankinn ætlar að bjóða frá fyrsta nóvember er svona: Maður með myntkörfulán á íbúð sinni getur breytt því í óverðtryggt krónulán. Breytilegir vextir verða 7,5% til að byrja með. Standi lánið nú í 40 milljónum króna - lækkar höfuðstóllinn í 30 milljónir, því 25% eru afskrifuð. Kona með krónulán á húsi sínu getur líka breytt því í óverðtryggt húsnæðislán. Óvíst er hverjir vextirnir verða. 20 milljóna króna lán - myndi lækka í 18 milljónir við skuldbreytingu, því 10% verða afskrifuð. Fréttastofa leitaði til Kaupþings og Landsbankans í dag. Kaupþing bíður átekta eftir aðgerðum stjórnvalda og vill ekkert gefa upp um sín áform. Landsbankinn ætlar ekki að bjóða almennar leiðréttingar - þau verða þó í boði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum. En hvað þýðir leið Íslandsbanka í krónum og aurum fyrir Jón og Gunnu? Íslandsbanki reiknaði út dæmi af gengistryggðu láni sem nú stendur í 20 milljónum króna. Ef þau skötuhjú borga af óbreyttu láni væru þetta mánaðarlegar afborganir og eftir 3 ár stæði lánið í rúmlega 17 milljónum. Færu Jón og Gunnar í greiðslujöfnun stjórnvalda yrðu mánaðarlegar afborganir öllu lægri - en lánið stæði í 19,4 milljónum eftir 3 ár. Tækju þau boði Íslandsbanka yrði afborgunin eilítið lægri en af óbreyttu láni - hins vegar yrðu eftirstöðvarnar þremur milljónum krónum lægri eftir þrjú ár. Leið Íslandsbanka er líka í boði með greiðslujöfnun - og þá næðu þau að lækka greiðslubyrðina - en eftirstöðvarnar yrðu fimmtán milljónir eftir 3 ár. Bankastjóri Íslandsbanka telur líklegt að leið stjórnvalda geti hentað fólki sem hyggst sitja sem fastast í húsi sínu í fyrirsjáanlegri framtíð - leið Íslandsbanka henti fólki sem hyggst stækka við sig, selja eða flytja á næstu árum.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun