Viðskipti innlent

Byr segist víst hafa skilað ársreikningi

Forsvarsmenn Byr vilja meina að þeir eigi ekki að vera á svörtum lista ríkisskattstjóra vegna vanskila á ársreikningum. Þeir halda því fram að þeir hafi fyrir löngu afgreitt ársreikning fyrir árið 2008. Reikninginn má finna á vefsíðu bankans.

Ríkisskattstjóri birti á vef sínum í dag lista yfir öll þau fyrirtæki sem eru ekki búin að skila ársreikningum. Listinn er ekki aðgengilegur í augnablikinu.

Þegar haft var samband við ríkisskattstjórann, Skúla Eggert Þórðarson, sagði hann að það væri enginn á listanum sem ekki ætti heima á honum. Hann segir ástæðuna fyrir því að listinn sé ekki aðgengilegur á vefnum vera vegna þess að það er verið að uppfæra hann.

Hann kannaðist ekki við mál Byrs. En fyrir áhugasama má skoða ársreikning bankans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×