Seðlabanki Íslands heldur þversögninni áfram 28. september 2009 06:00 Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar